Seinni lota Vesturbrúar farin af stað

SSVFréttir

Seinni lotan í Vesturbrú fer af stað með krafti og mikill fróðleikur verið lagður inn hjá teymunum okkar.

Lotan hófst með ráðgjafafundum þar sem teymin gátu sótt í viskubrunn atvinnuráðgjafa  SSV,  Helgu og Hrafnhildi, ásamt Svövu í RATA og Thelmu hjá Nývest.

Fimmtudaginn 11. janúar var svo staðarlota í Sjóminjasafninu á Hellissandi. Dagurinn hófst á umræðum um fjárfesta og tækifæri til þátttöku í frumkvöðlakeppnum. Sem fyrr var það Svava okkar sem leiddi umræður og svaraði spurningum. Meðal þeirra góðu verkfæra sem teymin fá í Vesturbrú er gerð viðskiptaáætlunnar en það er lifandi plagg sem teymin geta nýtt sér í eigin rekstri.

 

Meira um staðarlotuna má sjá á heimasíðu Nývest 

Mentorar á staðarlotu Vesturbrúar á Hellisandi 11 janúar s.l. Ragnheiður, Gyða, Gunnar, Anna Ólöf, og Ólafur.