Opnir fundir fyrir ferðaþjónustuna

SSVFréttir

Áfangastaða- og Markaðsstofur landshlutanna, Hæfnisetur ferðaþjónustunnar og Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) og bjóða ferðaþjónustuaðilum á opna fundi vorið 2023. Á fundunum verður sjónum beint að leiðum til þess að auka hæfni, gæði og arðsemi í íslenskri ferðaþjónustu og verður sérstaklega rætt um mikilvægi góðrar þjálfunar starfsfólks. Alls verða átta fundir um allt land. Dagskrá hvers fundar er sérsniðin að svæðinu og …

Handhafi Landstólpans 2023 lýst eftir tilnefningum

SSVFréttir

Landstólpinn 2023 ALMENNT 30 JANÚAR, 2023   Landstólpinn er samfélagsviðurkenning Byggðastofnunar sem veitt er árlega á ársfundi stofnunarinnar. Um er að ræða hvatningarverðlaun til einstaklinga, fyrirtækja, hópa eða verkefna sem vakið hafa athygli á byggðamálum, styrkt samfélög í landsbyggðunum eða stuðlað að framgangi málefna landsbyggðanna, ýmist í heild eða innan tiltekins byggðarlags, s.s. innan nýsköpunar, byggðaþróunar, atvinnuþróunar, sjálfbærni eða menningar. Hér með …

Uppbyggingarsjóður Vesturlands úthlutar 48. milljónum

SSVFréttir

Föstudaginn 20. janúar veitti Uppbyggingarsjóður Vesturlands styrki til verkefna sem efla munu atvinnuþróun og menningu í landshlutanum. Heildarupphæð styrkja nam 48.080.000 króna. Þetta er níunda árið sem sjóðurinn úthlutar styrkjum til annars vegar menningarverkefna og hins vegar atvinnu- og nýsköpunarverkefna í samræmi við Sóknaráætlun Vesturlands. Úthlutunarhátíðin var haldin á Breið nýsköpunarsetri á Akranesi og var gríðarlega góð mæting þó svo …

Opnað fyrir umsóknir í Matvælasjóð í febrúar

SSVFréttir

Matvælasjóður opnar fyrir umsóknir 1. febrúar 2023. Verður það í fjórða sinn sem sjóðurinn úthlutar og er heildarúthlutunarfé sjóðsins að þessu sinni 580,3 milljónir króna. Umsóknarfrestur verður til miðnættis 28. febrúar 2023. Sjá nánar: Opið fyrir umsóknir í Matvælasjóð Atvinnuráðgjafar SSV veita ráðgjöf og aðstoð við að sækja um í Matvælasjóð. Kynnið ykkur málið: Atvinnuráðgjöf SSV

Nýr Hagvísir um búferlaflutninga á Vesturlandi

VífillFréttir

Í dag fór Hagvísirinn „Búferlaflutningar á Vesturlandi“ eftir Vífil Karlsson á heimasíðu SSV. Þar kemur fram að í lang flestum sveitarfélögum á Vesturlandi hefur orðið breyting á búferlaflutningum. Íbúar af Vesturlandi fluttu s.l. 5 í minna mæli til sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu en áður var. Algengara er að þeir flytji til sveitarfélaga á Reykjanesi eða á vesturhluta Suðurlands. Einnig kemur fram …

Óli Sveins stígur til hliðar og Vífill tekur við keflinu

SSVFréttir

Ólafur Sveinsson lét af störfum sem fagstjóri atvinnuráðgjafar SSV um áramótin eftir að hafa starfað við hana í ríflega 30 ár.  Óli kom fyrst til starfa sem iðnráðgjafi á Vesturlandi árið 1981 og starfaði hjá SSV fram til 1984 þegar hann gerðist kaupfélagsstjóri í Dölunum.  Óli kom aftur til starfa sem atvinnuráðgjafi í hlutastarfi árið 1996 og hefur starfað hjá …

Vinna hafin við úttekt á stöðu fjarskiptamála á Vesturlandi

SSVFréttir

Þorsteinn Gunnlaugsson ráðgjafi hefur verið ráðinn til þess að gera úttekt á stöðu fjarskiptamála á Vesturlandi. Þorsteinn hefur síðastliðin rúm 20 ár starfað bæði á Radíódeildum Símans og Vodafone og komið að rekstri og hönnun og stýrt uppbyggingu sjónvarps- og útvarpsdreifikerfa Stöðvar 2 og Ríkisútvarpsins um land allt. Síðast starfaði hann sem deildarstjóri hjá Sýn, móðurfélagi m.a. Stöðvar 2 og Vodafone. Í …

Guðjón Brjánsson mun starfa fyrir vinnuhóp SSV um eflingu öldrunarþjónustu á Vesturlandi

SSVFréttir

Undanfarið hefur verið starfandi vinnuhópur á vegum SSV um eflingu öldrunarþjónustu á Vesturlandi, en hópinn skipa Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri í Dalabyggð, Þura Hreinsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá HVE, Svala Hreinsdóttir sérfræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Ingveldur Eyþórsdóttir yfirfélagsráðgjafi hjá Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga.  Hópurinn skilað snemma á þessu ári tillögum um eflingu þjónustunnar og aukna samvinnu og samþættingu á milli …

Jólin sungin inn á Akranesi

SSVFréttir

Í dag, 1. desember opna Skagamenn fyrsta gluggann á árlegu jóladagatali sínu og syngja inn jólinn. Er þetta í þriðja skipti sem verkefnið fer af stað og hefur glatt Skagamenn og í raun landsmenn alla á aðventunni. Skaginn syngur inn jólin hefur hlotið styrk úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands í öll skiptin og hefur verkefnið vaxið og dafnað þau þrjú ár sem …