Ráðherra og þingmenn Framsóknar komu í heimsókn

SSVFréttir

Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra ásamt þingmönnum Framsóknar úr Norðvestukjördæmi voru á ferðinni í Borgarnesi í gær og kíktu í heimsókn á Bjarnarbrautina.
Starfsfólk SSV átti gott samtal við ráðherra og þingmenn um það sem er efst á baugi í landshlutanum og í framhaldinu var fundur á Landnámssetrinu undir yfirskriftinni „Samtal um aðgerðaáætlun í ferðamálum“.

Starfsfólk SSV þakkar fyrir innlitið og gott samtal.