Kristinn bæjarstjóri Snæfellsbæjar fær nátturuverndarviðurkenningu

SSVFréttir

Kristinn Jónasson bæjarstjóri Snæfellsbæjar og Guðlaugur Þór Þórðarson við afhendingu náttúrviðurkenningarinnar

 

Miðvikudaginn 21. febrúar fór fram afhending á náttúruverndarviðurkenningu í Þjóðgarðsmiðstöðinni á Hellisandi.

Það var Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra sem afhenti Kristni Jónassyni bæjarstjóra í Snæfellsbæ, Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti fyrir árið 2023 en tilkynnt var um útnefninguna þann 16. september sl. á degi íslenskrar náttúru. Kristinn fær verðlaunin fyrir framlag sitt til náttúruverndar en hann ásamt öflugum hópi fólks á Snæfellsnesi hefur verið til fyrirmyndar á sviði umhverfismála. Kristinn sagði að hann ætti erfitt með að taka á móti viðurkenningunni því það ættu svo margir þátt í ferðalagi undanfarinna ára í þágu náttúruverndar á Snæfellsnesi, en hann væri engu að síður þakklátur og auðmjúkur fyrir viðurkenninguna.