Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) eru bakhjarl sveitarfélaganna í landshlutanum í sameiginlegum málum þeirra og stuðla að blómlegri byggðaþróun, öflugu atvinnulífi, lifandi menningarlífi, uppbyggingu áfangastaða og markaðssetningu. Starfssvæði samtakanna nær yfir Akranes og Hvalfjarðarsveit, Borgarfjörð, Snæfellsnes og Dalabyggð. Hlutverk SSV er að styðja við sveitarfélög og atvinnulíf á Vesturlandi og vinna að uppbyggingu í samræmi við áherslur sveitarfélaganna og í …
Grímsstaðaket hefur opnað matarsmiðju á Grímsstöðum
Nýverið gerði SSV samning við Grímsstaðket um stuðning við rekstur matarsmiðju á Grímsstöðum í Reykholtsdal. Samningur felur í sér að Grímsstaðaket tekur yfir hluta af þeim búnaði sem var í matarsmiðjunni á Sólbakka og var í eigu SSV. Á móti mun SSV fá aðstöðu í matarsmiðjunni undir námskeiðahald o.fl. Grímsstaðaket er í eigu hjónanna Jóhönnu Sjafnar Guðmundsdóttir og Harðar Guðmundssonar. …
Barnamenningarhátíð 2023 fer fram í Borgarbyggð
Undanfarin ár hefur barnamenningarhátíð verið eitt af áhersluverkefnum Sóknaráætlunar Vesturlands. Sá hátturinn hefur verið hafður á að hátíðin hefur ferðast á milli þriggja svæða í landshlutanum og fór hátíðin fram árið 2022 í Snæfellsbæ með miklum sóma. Í ár er komið að Borgarbyggð og hefur SSV sem umsjónaraðili Sóknaráætlunar Vesturlands gert samkomulag við Tónlistarskóla Borgarfjarðar um að hafa umsjón með …
Styrkir til sóknaráætlanasvæða
Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, úthlutaði styrkjum að upphæð 130 milljónum króna til 12 verkefna á vegum sjö landshlutasamtaka sveitarfélaga. Styrkjunum er ætlað að efla byggðir landsins og er úthlutað til sértækra verkefna á sóknaráætlanasvæðum í samræmi við stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2022-2036 (aðgerð C.1). Alls bárust 32 umsóknir um styrki að fjárhæð rúmar 857 m.kr. fyrir árið 2023. Af þeim …
Markaðsstofa Vesturlands tók þátt í fimm landa vinnustofu í London
Íslandsstofa skipulagði vinnustofuna í samstarfi við Visit Finland, Visit Greenland, Visit Faroe Islands og Visit Estonia. Markaðsstofa Vesturlands tók þátt í hinni árlegu fimm landa vinnustofu í London sem Íslandsstofa skipulagði í samstarfi við Visit Finland, Visit Greenland, Visit Faroe Islands og Visit Estonia. Að þessu sinni tóku þátt um fimmtíu ferðaþjónustuaðilar frá löndunum fimm. Þar á meðal voru fjórtán …
Ríkisútvarpið mun auglýsa að nýju lausa stöðu fréttamanns á Vesturlandi síðar á þessu ári
Á 173. fundi stjórnar SSV sem fór fram í lok janúar var starfsemi RÚV á Vesturlandi til umræðu. Í kjölfar umræðunnar bókaði stjórn SSV eftirfarandi: „ Stjórn Samtaka sveitarfélaga Vesturlandi skorar á yfirstjórn Ríkisútvarpsins að auglýsa nú þegar eftir fréttamanni til starfa á Vesturlandi. Undanfarin ár hefur fréttamaður RÚV verið staðsettur í Borgarnesi og flutt fréttir af Vesturlandi. Það hefur …
Stjórn SSV skorar á Matvælaráðuneytið
Á síðasta fundi stjórnar SSV var m.a. rætt um smölun ágangsbúfjár. Í kjölfar umræðu samþykkti stjórn SSV eftirfarandi bókun: Stjórn SSV skorar á matvælaráðuneytið að hefja endurskoðun á lögum um afréttarmálefni, fjallskil o.fl. Stjórn SSV ræddi ný birtan úrskurð dómsmálaráðuneytisins varðandi smölun ágangsbúfjár úr landi tiltekinnar jarðar. Í kjölfar umræðu samþykkti stjórn svohljóðandi bókun: „Stjórn SSV lýsir yfir þungum áhyggjum …
Frumkvöðlahraðall fyrir konur
Háskóli Íslands stendur í vetur fyrir frumkvöðlahraðli fyrir konur undir merkjum AWE eða Academy for Woman Entrepreneurs í samvinnu við bandaríska sendiráðið á Íslandi. Aðrir samstarfsaðilar eru FKA – félag kvenna í atvinnulífinu og Samtök kvenna af erlendum uppruna. Þetta er í þriðja sinn sem hraðallinn er haldinn. Kynnið ykkur málið á heimasíðu verkefnisins og facebook: https://awe.hi.is/ https://www.facebook.com/AWEiceland
Styrkir til atvinnumála kvenna – opið fyrir umsóknir
Vinnumálastofnun/félags-og vinnumarkaðsráðuneytið auglýsir styrki til atvinnumála kvenna árið 2023 lausa til umsóknar! Heildarfjárhæð styrkja að þessu sinni eru kr. 40.000.000 og er hámarksstyrkur kr. 4.000.000 Skilyrði er að verkefnið/hugmyndin falli að eftirfarandi skilyrðum. Verkefnið sé í meirihluta eigu konu/kvenna (51%) og stjórnað af konu. Verkefnið feli í sér nýnæmi eða nýsköpun af einhverju tagi. Verkefnið feli í sér atvinnusköpun til frambúðar. Viðskiptahugmynd …
,,Heldurðu þræði?” – Nýsköpunarnámskeið fyrir frumkvöðla í textíl vorið 2023
Háskóli Íslands í samstarfi við Textílmiðstöð Íslands býður upp á nýsköpunarnámskeið sem tengist textílvinnslu. Námskeiðið nefnist „Heldurðu þræði?“ og hefst 7. febrúar – með kynningarfundi. Námskeiðið er hugsað fyrir þau sem vilja hrinda viðskiptahugmynd í framkvæmd og hefja eigin rekstur með áherslu á textíl eða eru í atvinnurekstri og vilja auka rekstrarþekkingu sína. Námskeiðið er haldið í tengslum við evrópska …