Bændur á Bjarteyjarsandi í samstarfi við Crisscross matarferðir buðu til fjöruferða í Hvalfirði í apríl sl. þar sem Eydís Mary Jónsdóttir land- og umhverfisfræðingur og Hinrik Carl Ellertsson meistarakokkur, höfundar bókarinnar “Íslenskir matþörungar” fóru um fjöruna á Bjarteyjarsandi í Hvalfirði þar sem þau fræddu sælkera um klóþang og aðra fjöruþörunga. Sóknaráætlun Vesturlands var samstarfsaðili í verkefninu og það er gleðilegt …
Viðburðir á Vesturlandi 2021- SPURT OG SVARAÐ fundur
Sóknaráætlun Vesturlands hefur ákveðið að styðja við viðburðadagskrá á Vesturlandi 2021. Þetta verkefni er unnið í framhaldi af svipuðu verkefni sem hleypt var af stokkunum með stuttum fyrirvara í fyrra. Við bjóðum nú upp á rafrænan fund þar sem hægt verður að spyrja út í framkvæmdina en fundurinn er beint framhald af kynningunni sem nálgast má á Facebook síðu SSV …
Vesturland í sókn – Kári Viðars er viðmælandi vikunnar í hlaðvarpi SSV
Áfram heldur Hlaðvarp SSV – Vesturland í sókn og í þætti vikunnar settist Sigursteinn Sigurðsson niður með Kára Viðarssyni eða Kára í Frystiklefanum eins og hann er jafnan kallaður. Kári er eigandi og rekstraraðili menningarhússins Frystiklefinn, sem er í senn leikhús, tónlistarhús, hostel, bar og ýmislegt fleira! Frystiklefinn hefur nú þegar sannað sig sem mikið menningarverðmæti fyrir heimamenn og alla …
Til hamingju Skessuhorn
Á dögunum var Skessuhorn valið til þátttöku í norrænum viðskiptahraðli á vegum Facebook sem er áhugavert verkefni til eflingar fyrir fjölmiðla . Aðeins 16 fjölmiðlar voru valdir úr hópi hundruða umsókna og Skessuhorn var eini íslenski fjölmiðillinn sem varð fyrir valinu. SSV óskar Skessuhorni innilega til hamingju með árangurinn og sendir óskir um velgengni í verkefninu. Frétt á vef Skessuhorns
Sorpurðun Vesturlands: Nýr sorptroðari í Fíflholtum
Sorpurðun Vesturlands hf. festi nýlega kaup á nýjum sorptroðara fyrir starfsemina í Fíflholtum. Hann leysir eldri sorptroðara af hólmi sem var keyptur árið 2007. Troðarinn er 36,4 tonn að þyngd og kostaði 73,5 milljónir króna. Segja starfsmenn í Fíflholtum að um mikla breytingu sé að ræða við að fá svo nýtt og kraftmikið tæki sem nýi troðarinn er. Sorptroðarinn er …
Endurskoðun á Menningarstefnu Vesturlands í fullum gangi
Í lok síðustu viku fór fram fimmta og síðasta pallborðstreymi þar sem kaflar Menningarstefnu Vesturlands voru teknar til umfjöllunar. Á öll fimm pallborðin var fólki boðin þátttaka sem hafa reynslu og þekkingu á málefnunum sem tekin voru til umfjöllunar hverju sinni. Áhorfendum gafst tækifæri á að senda inn ábendingar, hugmyndir og hugleiðingar í gegnum Facebook síðu SSV og í gegnum …
Bifröst býður upp á BA nám i skapandi greinum næsta haust
Mikil gróska er í skapandi námi í Háskólanum á Bifröst. Um áraraðir hefur verið boðið uppá MA og MCM nám í menningarstjórnun. Síðastliðið haust var hleypt af stokkunum nýju diplóma námi í skapandi greinum og næsta haust verður boðið uppá BA nám á þeirri braut. Námsbrautin er sniðin fyrir þá sem vilja öðlast innsýn og skilning á starfi framleiðenda, verkefnastjóra, …
Hlaðvarpsþáttur vikunnar: Gísli Einarsson-Nýstofnað Ferðafélag Borgarfjarðarhéraðs
Hlaðvarp SSV – Vesturland í sókn heldur áfram vikulegri útgáfu þátta og í þætti þessarar viku spjallar Vífill Karlsson við Gísla Einarsson, sjónvarpsmann og einn stofnenda Ferðafélags Borgarfjarðarhéraðs. Margir hafa eflaust heyrt af stofnun félagsins enda mikil gleðitíðindi. Þeir ræddu um þetta áhugamannafélag, hvernig hugmyndina bar að og hvað er á döfinni næstu misserin. Þá segir Gísli okkur aðeins frá …
Samstarf vegna viðburða á Vesturlandi
Sóknaráætlun Vesturlands hefur ákveðið að styðja við viðburðadagskrá á Vesturlandi 2021. Þetta verkefni er unnið í framhaldi af svipuðu verkefni sem hleypt var af stokkunum með stuttum fyrirvara í fyrra og skipti miklu máli fyrir viðburðahald á Vesturlandi sumarið 2020. Við trúum því að nú fari að létta „kóvinu“ en vegna Covid19 hefur kreppt verulega að bæði hjá aðilum sem …
SAMVINNA – Pallborðsumræður í beinu streymi í kvöld
Nú er komið að lokum í fundaröðinni um endurskoðun Menningarstefnu Vesturlands. Umræðuefni kvöldsins er fimmti og síðasti hlutinn, samvinna. Pallborðið verður í beinu streymi í kvöld á milli 20:00 og 21:00. Fjórir öflugir einstaklingar sem starfa að menningarmálum á Vesturlandi ræða um samvinnu. Margrét Björk Björnsdóttir (Forstöðumaður Áfangastaðastofu Vesturlands) Rögnvaldur Guðmundsson (Formaður Ólafsdalsfélagsins og framkvæmdastjóri fyrirtækisins Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar …