NÝVEST – NET TÆKIFÆRA

SSVFréttir

  VERTU MEÐ NÝVEST-NET TÆKIFÆRA Undanfarna mánuði hefur staðið yfir undirbúningur að stofnun Nýsköpunarnets Vesturlands (NÝVEST). Markmiðið með stofnun netsins er að tengja saman alla sem vilja vinna að nýsköpun á Vesturlandi, fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga. Dagana 13, 15 og 16. september verður farið vítt og breytt um Vesturland til að kynna hugmyndina að stofnun NÝVEST.   Kynningarfundir verða á eftirtöldum …

Net tækifæra – nýsköpun og þróun

SSVFréttir

Undirbúningur að stofnun Nýsköpunarnets Vesturlands (Nývest) hefur staðið yfir frá því snemma á þessu ári og er stefnt að því að stofna netið formlega í október n.k.  Í þessari viku birtist grein í Skessuhorni eftir þá Gísla Gíslason formann starfshóps um stofnun Nývest og Pál S. Brynjarsson framkvæmdastjóra SSV um verkefnið. Greinina má nálgast á vef Skessuhorns

Skýrsla um samstarf safna á Vesturlandi

SSVFréttir

Nú er komin út skýrsla um aukið samstarf safna á Vesturlandi. Skýrslan er unnin af ráðgjafafyrirtækinu Creatrix undir stjórn Signýjar Óskarsdóttur og Emmu Bjargar Eyjólfsdóttur í samstarfi við Sigurstein Sigurðsson menningarfulltrúa hjá SSV. Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi var falið af Mennta- og menningarmálaráðuneytinu að kanna fýsileika á auknu samstarfi eða sameiningu safna á Vesturlandi í samráði við höfuðsafn og viðurkennt …

NORA auglýsir verkefnastyrki – síðari úthlutun 2021

SSVFréttir

  Markmið með starfi NORA (Norræna Atlantssamstarfsins) er að styrkja samstarf á Norður-Atlantshafssvæðinu. Ein leið að því markmiði er að veita verkefnastyrki tvisvar á ári til samstarfsverkefna á milli Íslands og a.m.k. eins annars NORA-lands, þ.e. Grænlands, Færeyja, strandhéraða Noregs. Nú er komið að síðari úthlutun ársins 2021. Umsóknarfrestur er til og með mánudagsins 4. október 2021. Hámarksstyrkur er 500.000 …

STYRKIR HAUST 2021

SSVFréttir

Atvinnuráðgjafar og menningarfulltrúi hjá SSV veita upplýsingar um styrki sem standa aðilum til boða. Umsóknafrestur er eftirfarandi: Uppbyggingasjóður Vesturlands – 24. ágúst Fyrir hverja? Lögráða einstaklingar, félagasamtök, fyrirtæki, stofnanir eða sveitarfélög á Vesturlandi. Til hvers? Tilgangur Uppbyggingarsjóðs er að styrkja annars vegar menningar- og hinsvegar atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefni á Vesturlandi Myndlistarsjóður – 23. ágúst kl. 16:00 Undirbúningsstyrkir– Undirbúningsstyrkir eru veittir …

Nýsköpunar- og þróunarsetur í samstarfi háskólanna á Vesturlandi verður að veruleika

SSVFréttir

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Ragnheiður I. Þórarinsdóttir rektor Landbúnaðarháskóla Íslands og Margrét Jónsdóttir Njarðvík rektor Háskólans á Bifröst undirrituðu á Hvanneyri í dag viljayfirlýsingu um að hjá háskólunum tveimur á Vesturlandi byggist upp nýsköpunar- og þróunarsetur þar sem áhersla verður lögð á nýsköpun, rannsóknir, fræðslu og frumkvöðlastarf á sviði landbúnaðar, matvælaframleiðslu, sjálfbærni og loftslagsmála, sem og …

Sumarlokun frá 14. júlí – 3. ágúst

SSVFréttir

Skrifstofa SSV er lokuð vegna sumarfría frá 14. júlí til 3. ágúst. Ef erindið er mjög áríðandi er hægt að senda tölvupóst á netfangið: pall@ssv.is Gleðilegt sumar Starfsfólk SSV

Viðburðir á Vesturlandi 2021

SSVFréttir

Nú þegar sumarið er komið, fjöldatakmarkanir heyra sögunni til og sólin er farin að skína þá er heldur betur tilefni til þess skemmta sér, skoða landið og njóta menningarinnar. Sóknaráætlun og Markaðsstofa Vesturlands vilja því leggja hönd á plóg og stuðla að fjölbreyttri viðburðadagskrá á Vesturlandi. Sóknaráætlun Vesturlands býður listafólki og viðburðahöldurum upp á stuðning og samstarf við viðburðahald á …

Undirbúningur hafinn að innleiðingu nýrrar framtíðarlausnar til meðhöndlunar á brennanlegum úrgangi í stað urðunar

SSVFréttir

Fjögur sorpsamlög á suðvesturhorni landsins og umhverfis- og auðlindaráðuneytisið hafa gert með sér samning um forverkefni til undirbúnings að innleiðingu framtíðarlausnar til meðhöndlunar á brennanlegum úrgangi í stað urðunar. Samband íslenskra sveitarfélaga mun auk þess tengjast verkefninu með sinni sérþekkingu á málaflokknum. Sorpsamlögin fjögur eru SORPA bs., Kalka sorpeyðingarstöð sf., Sorpurðun Vesturlands hf. og Sorpstöð suðurlands bs. Starfssvæði þessara samlaga …