Óli Sveins stígur til hliðar og Vífill tekur við keflinu

SSVFréttir

Ólafur Sveinsson lét af störfum sem fagstjóri atvinnuráðgjafar SSV um áramótin eftir að hafa starfað við hana í ríflega 30 ár.  Óli kom fyrst til starfa sem iðnráðgjafi á Vesturlandi árið 1981 og starfaði hjá SSV fram til 1984 þegar hann gerðist kaupfélagsstjóri í Dölunum.  Óli kom aftur til starfa sem atvinnuráðgjafi í hlutastarfi árið 1996 og hefur starfað hjá SSV óslitið síðan.  Þrátt fyrir að Óli hafi formlega látið af störfum mun hann áfram starfa við atvinnuráðgjöf fyrir SSV sem verktaki, sem þýðir að við höfum áfram aðgengi að þeirri ómetanlegu þekkingu sem hann hefur á atvinnu- og byggðaþróun á Vesturlandi.

Vífill Karlsson mun taka við af Óla sem fagstjóri atvinnuráðgjafar, en Vífill hefur starfað frá árinu 2000 sem atvinnuráðgjafi og hagfræðingur SSV.

Ólafur Sveinsson og Vífill Karlsson