Sumarfundur landshlutasamtaka sveitarfélaga var haldinn á Hótel Glym dagana 6 og 7 júní s.l. Á fundinum tóku þátt formenn og framkvæmdastjórar landshlutasamtaka ásamt gestum sem að þessu sinni voru þau Karl Björnsson framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga og Hólmfríður Sveinsdóttir sérfræðingur í byggðamálum í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu. Á fundinum var farið yfir ýmis mál sem eru ofarlega á baugi í starfsemi …
Afhending þrívíddarprentara á Snæfellsnesi.
„ Við úrskrift úr Fjölbrautarskóla Snæfellinga fyrr í sumar afhenti Hafdís Bjarnadóttir varaformaður SSV fjölbrautarskólanum þrívíddarprentara að gjöf. Einnig afhenti hún Grundarfjarðarbæ, Stykkishólmsbæ og Snæfellsbæ samskonar prentara að gjöf sem verða staðsettir í grunnskólum sveitarfélaganna. Uppsetning þrívíddarprentarana er hluti af áhersluverkefni Sóknaráætlunar Vesturlands sem ber heitið Nýsköpun, frumkvöðlar og tæknimenntun. Kaupin á prenturunum eru að mestu fjármögnuð í gegnum verkefnið, …
HM lokun föstudaginn 22 júní :)
Vegna leiks Íslands og Nígeríu á HM á Volgograd Aerena kl. 15 á morgun föstudag, verður skrifstofu SSV lokað kl. 14 Áfram Ísland.
Ályktanir stjórnar SSV um samgöngumál.
Ályktanir um samgöngumál Á fundi stjórnar SSV þann 13 júní s.l var ályktað um samgöngumál. Kynntar voru ályktanir um samgöngumál frá fundi bæjarstjórnar Akraness nr. 1276 þann 12. Júní s.l. um Sundabraut og Vesturlandsveg á Kjalarnesi. Stjórn SSV tekur undir umræddar ályktanir bæjarstjórnar Akraness enda hefur ítrekað verið ályktað um þær á þingum SSV og í Samgönguáætlun Vesturlands kemur skýrt …
Vefsjá SSV og West.is
„Við vekjum athygli á því að búið er að setja Vefsjá Vesturlands inn á heimasíðu SSV og innan skamms verður hún einnig aðgengileg á síðu Vesturlandsstofu west.is. Vefsjáin er unnin af fyrirtækinu Hvítárósi ehf., sem er ungt fyrirtæki á Vesturlandi sem sérhæfir sig m.a. í landfræðilegum gagnagrunnum. Vefsjáin hefur að geyma fjölmargar upplýsingar um Vesturland og er sérstaklega hugsuð fyrir …
Heimsókn til Austurbrúar á Austurlandi
Elísabet Haraldsdóttr, menningarfulltrúi SSV og Ólöf Guðmundsdóttir, atvinnuráðgjafi SSV tóku dagana 30 0g 31 maí s.l. þátt í fundi á Egilsstöðum, en þar hittust menningarfulltrúar og verkefnisstjórar uppbyggingarsjóða allra landshluta. Fyrri daginn var til umræðu uppbygging menningar í gegnum sóknaráætlanir og helstu áherslur hverjum landshluta. Rætt var ítarlega um menningarmiðstöðvar, rekstur þeirra og fjárveitingar bæði frá ríki, sveitarfélögum og samfélaginu. …
Visit West Iceland á Snapchat!
Markaðsstofa Vesturlands er komin á Snapchat og mun láta „snappið“ ganga á milli samstarfsaðila sinna í sumar. Hver aðili fær þrjá daga í senn til þess að kynna sig og þjónustu sína og verður þetta fyrirkomulag út ágústmánuð. Uppfært verður á Facebook síðu Visit West Iceland, hvar snappið verður hverju sinni: https://www.facebook.com/westiceland/ Fyrir ókunnuga er Snapchat einfaldur vettvangur til þess …
Gleðilegt sumar.
Stjórn og starfsfólk Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi óskar öllum gleðilegs sumars.
Aðalfundur SSV á Hótel Hamri.
Aðalfundur SSV var haldinn á Hótel Hamri 19 mars s.l. Sama dag héldu Starfsendurhæfing Vesturlands, Símenntunarmiðstöð Vesturlands, Heilbrigðisnefnd Vesturlands og Sorpurðun Vesturlands sína aðalfundi. Um 50 sveitarstjórnarfulltrúar og gestir sóttu fundina. Á aðalfundi SSV var lögð fram árskýrsla samtakanna, en þar kom fram að starfsemi SSV var með svipuðum hætti og undanfarið en verkefni tengd Sóknaráætlun Vesturlands verða sífellt umfangsmeiri. …