Markmið með starfi NORA (Norræna Atlantssamstarfsins) er að styrkja samstarf á Norður-Atlantshafssvæðinu. Ein leið að því markmiði er að veita verkefnastyrki tvisvar á ári til samstarfsverkefna á milli Íslands og a.m.k. eins annars NORA-lands, þ.e. Grænlands, Færeyja, strandhéraða Noregs. Nú er komið að síðari úthlutun ársins 2021. Umsóknarfrestur er til og með mánudagsins 4. október 2021. Hámarksstyrkur er 500.000 …
STYRKIR HAUST 2021
Atvinnuráðgjafar og menningarfulltrúi hjá SSV veita upplýsingar um styrki sem standa aðilum til boða. Umsóknafrestur er eftirfarandi: Uppbyggingasjóður Vesturlands – 24. ágúst Fyrir hverja? Lögráða einstaklingar, félagasamtök, fyrirtæki, stofnanir eða sveitarfélög á Vesturlandi. Til hvers? Tilgangur Uppbyggingarsjóðs er að styrkja annars vegar menningar- og hinsvegar atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefni á Vesturlandi Myndlistarsjóður – 23. ágúst kl. 16:00 Undirbúningsstyrkir– Undirbúningsstyrkir eru veittir …
Nýsköpunar- og þróunarsetur í samstarfi háskólanna á Vesturlandi verður að veruleika
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Ragnheiður I. Þórarinsdóttir rektor Landbúnaðarháskóla Íslands og Margrét Jónsdóttir Njarðvík rektor Háskólans á Bifröst undirrituðu á Hvanneyri í dag viljayfirlýsingu um að hjá háskólunum tveimur á Vesturlandi byggist upp nýsköpunar- og þróunarsetur þar sem áhersla verður lögð á nýsköpun, rannsóknir, fræðslu og frumkvöðlastarf á sviði landbúnaðar, matvælaframleiðslu, sjálfbærni og loftslagsmála, sem og …
Uppbyggingarsjóður auglýsir eftir umsóknum – umsóknarfrestur er 24. ágúst
*EF UMSÆKJANDI ER FÉLAG VERÐUR AÐ SÆKJA UM Á ÍSLYKLI FÉLAGSINS *EINFALT ER AÐ FÁ ÍSLYKIL FYRIR FÉLÖG *EF UMSÆKJANDI ER EINSTAKLINGUR ERU NOTUÐ RAFRÆN SKILRÍKI – EKKI NOTA ÞAU FYRIR FÉLÖG Auglýsing á pdf formi RAFRÆN UMSÓKNARGÁTT AÐSTOÐ VIÐ UMSÓKNIR VERKLAGS- OG ÚTHLUTUNARREGLUR
Sumarlokun frá 14. júlí – 3. ágúst
Skrifstofa SSV er lokuð vegna sumarfría frá 14. júlí til 3. ágúst. Ef erindið er mjög áríðandi er hægt að senda tölvupóst á netfangið: pall@ssv.is Gleðilegt sumar Starfsfólk SSV
Viðburðir á Vesturlandi 2021
Nú þegar sumarið er komið, fjöldatakmarkanir heyra sögunni til og sólin er farin að skína þá er heldur betur tilefni til þess skemmta sér, skoða landið og njóta menningarinnar. Sóknaráætlun og Markaðsstofa Vesturlands vilja því leggja hönd á plóg og stuðla að fjölbreyttri viðburðadagskrá á Vesturlandi. Sóknaráætlun Vesturlands býður listafólki og viðburðahöldurum upp á stuðning og samstarf við viðburðahald á …
Undirbúningur hafinn að innleiðingu nýrrar framtíðarlausnar til meðhöndlunar á brennanlegum úrgangi í stað urðunar
Fjögur sorpsamlög á suðvesturhorni landsins og umhverfis- og auðlindaráðuneytisið hafa gert með sér samning um forverkefni til undirbúnings að innleiðingu framtíðarlausnar til meðhöndlunar á brennanlegum úrgangi í stað urðunar. Samband íslenskra sveitarfélaga mun auk þess tengjast verkefninu með sinni sérþekkingu á málaflokknum. Sorpsamlögin fjögur eru SORPA bs., Kalka sorpeyðingarstöð sf., Sorpurðun Vesturlands hf. og Sorpstöð suðurlands bs. Starfssvæði þessara samlaga …
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið auglýsir störf án staðsetningar
Við viljum vekja athygli á því að Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið er núna að auglýsa á Starfatorgi störf án staðsetningar. Sjá auglýsingar: –Sérfræðingur hjá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga -Verkefnastjóri á sviði sveitarstjórnarmála Víða á Vesturlandi er húsnæði þar sem boðið er upp á vinnurými fyrir fólk sem vinnur störf án staðsetningar. Á vef Byggðastofnunar er mælaborð sem sýnir staðsetningar á húsnæði þar sem …
VEFFUNDUR: Vesturland í sókn – Kolefnisspor Vesturlands
SSV boðar til fundar á Teams miðvikudaginn 26. maí kl. 09:00-10:00. Á fundinum mun Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur fara yfir helstu niðurstöður úr skýrslu sem hann og fyrirtæki hans UMÍS hafa unnið fyrir Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi um Kolefnisspor Vesturlands. Skýrslan kom út fyrr í þessum mánuði og í henni koma fram mögulegar aðgerðir til að minnka kolefnissporið. Skýrsla: Kolefnisspor Vesturlands …
Ný skýrsla um Ísland ljóstengt leiðir í ljós ótvíræðan árangur og samfélagslegan ávinning af verkefninu
Landsátakinu Ísland ljóstengt lýkur á þessu ári, en síðustu styrktarsamningar Fjarskiptasjóðs við sveitarfélög um ljósleiðarauppbyggingu í dreifbýli utan markaðssvæða voru undirritaðir í lok síðasta mánaðar. Vífill Karlsson hagfræðingur og atvinnuráðgjafi SSV vann skýrslu um Ísland ljóstengt fyrir samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og leiðir hún í ljós ótvíræðan árangur og samfélagslegan ávinning af verkefninu. Í niðurstöðum skýrslunnar segir að betri fjarskiptatengingar hafi …