Á stjórnarfundi SSV sem haldinn var 13. apríl sl. var tekin fyrir umræða um samgönguáltun og þá umræðu sem fram hefur farið á Alþingi um vegi í dreifbýli. Niðurstaða stjórnar var að samþykkja bókun sem hljóðar svo:
,,Stjórn SSV undrast þann málflutning sem frá einstaka þingmönnum hefur komið við umræður um samgönguáætlun á Alþingi. Þar hefr m.a. komið fram sú skoðun og þær yfirlýsingar að vegir víða á landsbyggðinni, t.a.m. í Borgarfirði séu ,,teppalagðir”. Hér eru um að ræða yfirlýsingar sem eru algerlega úr samhengi við þann raunveruleika sem blasir við íbúum víða á Vesturlandi.