Stjórn SSV ályktar um fyrirkomulag hrognkelsaveiða

SSVFréttir

Stjórn SSV ályktaði um fyrirkomulag hrognkelsaveiða á stjórnarfundi 26. ágúst sl. en undanfarið hafa sveitarfélög á Vesturlandi hvatt stjórnvöld til þess að endurskoða fyrirkomulag veiðanna. Ályktun Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi um fyrirkomulag hrognkelsaveiða er svo hljóðandi: „Stjórn samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi hvetur Alþingi til þess að taka til umfjöllunar breytingar á fyrirkomulagi hrognkelsaveiða.  Nauðsynlegt er að nýtt fyrirkomulag taki gildi …

Sævar verður fulltrúi í stafrænu ráði Sambands íslenskra sveitarfélaga

SSVFréttir

Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri á Akranesi verður fulltrúi Vesturlands í nýju stafrænu ráði sveitarfélaga.  Verkefni ráðsins er að koma á miðlægu samstarfi sveitarfélaga til að auðvelda þeim að verða virkir þátttakendur í stafrænni þjónustu og nýta nútímatækni til að bæta þjónustu og samskipti við íbúana. Stjórn SSV skipaði Sævar í ráðið á stjórnarfundi þann 26. ágúst sl.

Persónuverndarstefna SSV

SSVFréttir

Á fundi stjórnar SSV þann 26. ágúst sl. samþykkti stjórn SSV persónuverndarstefnu samtakana. Sonja Lind Estrajher Eyglóardóttir á veg og vanda að vinnunni og þakkar stjórn og starfsfólk SSV Sonju fyrir vel unnin störf í persónuverndarmálum fyrir samtökin. Persónuverndarstefna SSV

Færniþörf fyrirtækja

VífillFréttir

Fyrirtæki á landsbyggðinni vantar fólk með ýmsa færni sem fæst ekki endilega í skólakerfinu. Tæplega 20% þeirra telja svo vera. Fólk sem hefur frumkvæði (sjálfstæð vinnubrögð), hæfileika til að selja (sölumennska) og almenna tölvufærni eru oftast nefnd. Fólk með starfsreynslu og hæfni í mannlegum samskiptum eru eiginleikar sem koma svo fast á hæla þeirra. Þetta má sjá á meðfylgjandi mynd …

Menntunarþörf fyrirtækja

VífillFréttir

Þörf fyrirtækja á landsbyggðinni fyrir menntað vinnuafl hefur verið meiri en búist mátti við eða um fjórðungur (25%) allra fyrirtækja taldi sig þurfa að ráða fólk með menntun að baki. Mest var þörfin fyrir iðnmenntun og þá sérstaklega trésmiði, kokka og bifvélavirkja. Af fólki með háskólamenntun var mest þörfin fyrir viðskiptafræðinga og markaðsfræðinga. Þetta má sjá á meðfylgjandi mynd sem …

Blað brotið í upplýsingagjöf til ferðalanga um Ísland

SSVFréttir

Markaðsstofur landshlutanna ýta úr vör langstærsta samstarfsverkefni sem samtökin hafa ráðist í. Verkefnið er mikilvægur hlekkur í enduruppbyggingu ferðaþjónustunnar í kjölfar heimsfaraldurs.  Markaðsstofur landshlutanna, MAS, ýta á fimmtudaginn úr vör samstarfsverkefni sem miðar að því að auðvelda og hvetja enn frekar til ferðalaga innanlands. Verkefnið er liður í að auka á dreifingu ferðamanna um landið sem og styðja við uppbyggingu …

Sumarlokun SSV

SSVFréttir

Skrifstofa SSV verður lokuð vegna sumarleyfa frá og með miðvikudeginum 15. júlí, opnum aftur þriðjudaginn 4. ágúst.