Hagvísir: Vinnumarkaður á Vesturlandi

Samtök Sveitarfélaga á Vesturlandi Fréttir

Samtök sveitarfélaga hafa gefið út Hagvísi um vinnumarkaðinn á Vesturlandi eftir Vífil Karlsson. Þar er einkum horft til þess hvort menntun hafi áhrif á tekjumyndun á Vesturlandi, þ.e. hvort hún sé metin að verðleikum á vinnumarkaði Vesturlands. Gerð var tilraun til að meta arðsemi menntunar og niðurstöður bornar saman við niðurstöður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands á sambærilegum útreikningum. Hagvísinn má sjá hér.

Styrkir til atvinnumála kvenna

Samtök Sveitarfélaga á Vesturlandi Fréttir

Þann 15.janúar var opnað fyrir umsóknir um styrki til atvinnumála kvenna. (Sjá auglýsingu) Ráðherra velferðarmála veitir styrkina, sem veittir hafa verið ár hvert síðan 1991, en umsjón með styrkveitingum hefur ráðgjafi Vinnumálastofnunar á Sauðárkróki. Konur sem hafa góðar viðskiptahugmyndir eða reka fyrirtæki og eru að þróa nýjar vörur eða þjónustu, geta sótt um styrki sem geta numið allt að 2 milljónum króna. Fyrirtækið/verkefnið þarf að vera í eigu konu/kvenna amk

Vaxtarsprotar á Vesturlandi: 17 Vaxtarsprotar bætast í hópinn

Samtök Sveitarfélaga á Vesturlandi Fréttir

Hópur fólks á Vesturlandi hefur á undanförnum mánuðum tekið þátt í verkefninu Vaxtarsprotum. Þátttakendur vinna allir að ákveðnum viðfangsefnum sem lúta að atvinnusköpun í heimabyggð. Um er að ræða fjölbreytt viðfangsefni m.a. á sviði iðnaðar og ferðaþjónustu. Vaxtarsprotar er stuðningsverkefni sem hefur það að markmiði að hvetja og styðja við fjölbreytta atvinnusköpun í sveitum landsins. Verkefnið, sem er á vegum Impru á Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Framleiðnisjóðs landbúnaðarins, hóf göngu sína

Sameiginlegt þjónustusvæði fyrir fatlaða

Samtök Sveitarfélaga á Vesturlandi Fréttir

Þann 8. október sl. undirrituðu sveitarfélögin á Vesturlandi samning um að mynda sameiginlegt þjónustusvæði um þjónustu við fatlaða en stefnt er að því að málaflokkurinn flytjist yfir til sveitarfélaganna 2011. Mynduð verða þrjú félagsþjónustusvæði en stjórn SSV er ábyrg fyrir samningnum gagnvart sveitarstjórnum. Sveitarfélögin á Vesturlandi eru nú þegar farin að vinna að undirbúningi yfirtökunnar enda mikið í húfi að vel til takist. Á meðfylgjandi mynd má sjá fulltrúa sveitarfélaganna

Borgarafundur um endurskoðun stjórnarskrárinnar

Samtök Sveitarfélaga á Vesturlandi Fréttir

Boðið er til opins borgarafundar um endurskoðun stjórnarskrárinnar. Fundurinn verður haldinná Bifröst, 13. október og hefst kl. 13:00. Til fundarins er boðið af Stjórnlaganefnd og Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi. Nefndarmenn greina frá áformum um endurskoðun stjórnarskrárinnar, frá þjóðfundi til þjóðarinnar. Fundurinn hefur það að markmiði að sjónarmið íbúa um inntak stjórnarskrárinnar og hvernig samfélag þeir vilja byggja fái hljómgrunn. Allir eru hvattir til að mæta og láta rödd sína heyrast.

Málefni fatlaðs fólks á tímamótum- horft til framtíðar

Samtök Sveitarfélaga á Vesturlandi Fréttir

Ráðstefna var haldin á Grand Hotel í Reykjavík miðvikudaginn 22. september sl. Að ráðstefnunni stóðu Félags- og tryggingamálaráðuneytið, Samband íslenskra sveitarfélaga, Öryrkjabandalag Íslands, Þroskahjálp, Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála og Rannsóknarsetur í fötlunarfræðum við Háskóla Íslands. Fjölmenni var á ráðstefnunni. Glærur af málþinginu eru komnar á vef Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála. www.stjornsyslustofnun.hi.is. Hljóðupptaka af fundinum verður sett inn á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga. www.samband.is

Sveinn Kristinsson, nýkjörinn formaður SSV

Samtök Sveitarfélaga á Vesturlandi Fréttir

Á aðalfundi Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi sem lauk nú um helgina var Sveinn Kristinsson, forseti bæjarstjórnar Akraness, kosinn formaður. Aðrir stjórnarmenn eru: Björn Bjarki Þorsteinsson, Borgarbyggð. Gunnar Sigurðsson, Akraneskaupstað Hallfreður Vilhjálmsson, Hvalfjarðarsveit Kristjana Hermannsdóttir, Snæfellsbæ Sigríður Bjarnadóttir, Borgarbyggð Sigurborg Kr. Hannesdóttir, Grundarfjarðarbæ.

Aðalfundur SSV – Dagskrá

Samtök Sveitarfélaga á Vesturlandi Fréttir

Dagskrá aðalfundar SSV sem haldinn verðu dagana 10.-11. september 2010 í félagsheimilinu Klifi Snæfellsbæ er hér. Dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar

Sveitarfélagið Vesturland – ný skýrsla frá SSV

Samtök Sveitarfélaga á Vesturlandi Fréttir

Út er komin skýrslan Sveitarfélagið Vesturland. Í skýrslunni er lagt mat á kosti og galla sameiningar allra sveitarfélaga á Vesturlandi. Notuð er aðferðafræði sem þróuð var í Noregi þar sem unnið er bæði út frá hagrænum þáttun en einnig þjónustuframboði og breytingum á þáttum sem lúta að lýðræði og nærumhverfi. Skýrsluna má nálgast HÉR.