Uppbyggingarsjóður Vesturlands veitti 17 styrki til atvinnu- og nýsköpunarverkefna

SSVFréttir

Föstudaginn 1. október var haldin Úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs Vesturlands í Landnámssetrinu í Borgarnesi þar sem veittir voru 17 styrkir til atvinnu- og nýsköpunarverkefna úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands.

Tilgangur Uppbyggingarsjóðs Vesturlands er að styrkja menningar-, atvinnu- og nýsköpunarverkefni á Vesturlandi. Sjóðurinn úthlutar einu sinni á ári til menningarverkefna en tvisvar á ári til atvinnu- og nýsköpunarverkefna.

Páll S. Brynjarsson, framkvæmdastjóri SSV setti athöfnina og byrjað var á að veita 17 styrki að upphæð rúmlega 17.mkr. en alls bárust 25 umsóknir í sjóðinn. Ólöf Guðmundsdóttir, atvinnuráðgjafi SSV og Helena Guttormsdóttir formaður úthlutunarnefndar afhentu styrkina. Þá kom að því að hlýða á fræðsluerindi frá annars vegar Páli Kr. Pálssyni ráðgjafa og eiganda hjá ráðgjafafyrirtækinu Áttum ehf. sem fjallaði um verkefni um viðskiptaáætlanir og hinsvegar Kára Viðarssyni, raðfrumkvöðli sem kynnti verkefnið sitt „Sjólón í Krossavík“ sem fékk einmitt styrk frá sjóðnum.  Í lokin sagði Páll Brynjarsson frá verkefninu Nýsköpunarnet Vesturlands sem SSV er aðila að og hefur það að markmiði að tengja saman alla sem vilja vinna að nýsköpun á Vesturlandi, fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga.

Verkefnin sem hlutu styrki voru: 

Krossavík – Sjólón / Kári Viðarsson     3.700.000

Sótt á þverhausamið / Guðmundur Runólfsson hf.     3.000.000

Styrkleikamiðstöð á sunnanverðu Snæfellsnesi / Arnaldur Máni Finnsson     1.500.000

Vinnslueldhús, sem framleiðir eftirrétti / Lýsudalur slf.     1.000.000

Uppbygging á vistvænni þurrkverksmiðju / Félagsbúið Miðhrauni 2 sf.     1.000.000

Valeria kaffibrennsla / Kanpo Ísland ehf.     840.000

Innflutningur og framleiðsla  glugga gardína / Sylwester Wasilewski     750.000

Eldborgar Kind / Þóra Sif Kópsdóttir     750.000

Jarðeplarækt / Jökull Helgason     750.000

Sund og Sána í Móvík / Anna Sigríður Gunnarsdóttir     670.000

All in One_Iceland / Siðmenning ehf.     500.000

Áfangaheimilið Dunki / Berghildur Pálmadóttir     500.000

Saltmey Silkiprentun / Signý Gunnarsdóttir     500.000

Laufey / Áskell Þórisson     500.000

Flæðilækur upplýsingaskilti / Kristjón Sigurðsson     400.000

Hafsjórinn / Steinunn Gríma Kristinsdóttir     370.000

Símasögur / Glimrandi framleiðsla ehf.     300.000