Áfangastaðurinn Vesturland kynntur á Vestnorden

SSVFréttir

Thelma Harðardóttir og Björk Júlíana Jóelsdóttir á Vestnorden

Vestnorden ferðakaupstefnan hófst á mánudag í Reykjanesbæ og stendur til fimmtudags. Um er að ræða stærsta viðburðinn sem er haldinn í ferðaþjónustu á Íslandi og búast má við um 500 gestum til landsins til að taka þátt í kaupstefnunni sem fer nú fram í 36. skipti. Á Vestnorden er lögð áhersla á ábyrga ferðahegðun og sjálfbærni og fellur því vel að áhersluatriðum íslenskrar ferðaþjónustu.

Vestnorden er mjög mikilvægur vettvangur fyrir íslenska ferðaþjónustu. Thelma Harðardóttir og Björk Júlíana Jóelsdóttir verkefnastjórar Áfangastaða- og Markaðsstofu Vesturlands standa vaktina á Vestnorden og eru að kynna Vesturland með öllum þeim kostum og kynjum sem þar er að sjá, skoða, upplifa, dvelja og njóta. Samkvæmt þeim stöllum er hugur í fólki og þær eru að fá mikið af fyrirspurnum og góðar undirtektir gesta sem eru komnir í leit að viðskiptatengslum og vænlegum viðskiptatækifærum á Íslandi.

Frekari upplýsingar má finna á vef Íslandsstofu sem er framkvæmdaraðili Vestnorden þegar hún er haldin hér á landi.