Vesturland í sókn – Kári Viðars er viðmælandi vikunnar í hlaðvarpi SSV

SSVFréttir

Áfram heldur Hlaðvarp SSV – Vesturland í sókn og í þætti vikunnar settist Sigursteinn Sigurðsson niður með Kára Viðarssyni eða Kára í Frystiklefanum eins og hann er jafnan kallaður.

Kári er eigandi og rekstraraðili menningarhússins Frystiklefinn, sem er í senn leikhús, tónlistarhús, hostel, bar og ýmislegt fleira! Frystiklefinn hefur nú þegar sannað sig sem mikið menningarverðmæti fyrir heimamenn og alla Vestlendinga en það hafa ekki allir heyrt söguna um upphafið, hvernig þetta koma allt til og afhverju Rif varð fyrir valinu.

Í þættinum ræða þeir Sigursteinn og Kári einnig um áskoranir þess að reka menningarhús á landsbyggðinni og stórt verkefni sem er í bígerð hjá Kára og verður frumsýnt í sjálfum Frystiklefanum!

Þáttinn má nálgast í spilaranum hér á SSV síðunni og á öllum hlaðvarpsveitum.