Þá er þriðji þáttur hlaðvarps SSV- Vesturland í sókn komin í loftið.
Hvað er velferðastefna og hvað er að frétta af menningunni á Vesturlandi? Hvað gerir velferðar- og menningarfulltrúi?
Í þætti vikunnar ræða Sigursteinn Sigurðsson velferðar- og menningarfulltrúi og Thelma Harðardóttir verkefnastjóri þróunarverkefna um allt sem tengist menningu og velferð á Vesturlandi, mikilvægi þess að styðja við innviðina og hvaða þjónustu SSV býður upp á í þessu samhengi. Það er alveg ljóst að á Vesturlandi er mikil gróska í menningartengdri starfsemi og vel er tekið utan um velferðamálin!
Hlaðvarp SSV gefur út þætti vikulega þar sem kafað er ofan í ólík og áhugaverð málefni sem öll eiga það sameiginlegt að snúa að uppbyggingu, þróun og lífinu og tilverunni á Vesturlandi. Þættina má nálgast á vefsíðu SSV og á öllum hlaðvarpsveitum.