Rúmum 1,5 milljarði úthlutað til innviða og náttúruverndar á ferðamannastöðum

SSVFréttir

Þórdís Kolbrún og Guðmundur Ingi kynntu styrkveitingarnar. Mynd: Ferðamálastofa

Í gær  kynntu Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, og Þórdís Kolbrún R Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra úthlutun ársins úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða og Landsáætlun um uppbyggingu innviða. Fjármununum er úthlutað til uppbyggingu innviða, náttúruverndar og annarra verkefna á ferðamannastöðum árið 2021. Samtals er nú úthlutað 764 milljónum króna úr Landsáætlun um uppbyggingu innviða og 807 milljónum úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða sem gerir kleift að halda áfram því mikilvæga verkefni að byggja upp innviði á ferðamannastöðum.

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi lýsa yfir ánægju með þá styrki sem komu inn á Vesturland og óskar styrkhöfum innilega til hamingju.

Eftirtalin verkefni á Vesturlandi fengu styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða:

  • Eiríksstaðir í Dölum hlaut styrk að upphæð 4,47 milljónir króna
  • Súgandisey í Stykkishólmi hlaut styrk að upphæð 24,95 milljónir króna
  • Svæðisgarðurinn Snæfellsnes hlaut styrk að upphæð 11,20 milljónir
  • Svöðufoss vestan við Ólafsvík hlaut styrk að upphæð 41,72 milljónir króna
  • Arnarstapi á Snæfellsnesi hlaut styrk að upphæð 19 milljónir
  • Skálholti í Skorradal hlaut styrk að upphæð 0,4 milljónir

Eftirtalin verkefni á Vesturlandi fengu styrk úr Landsáætlun um uppbyggingu innviða:

  • Ólafsdalur í Gilsfirði hlaut styrk að upphæð 46,07 milljónir
  • Búðanes og Hjallatangi í Stykkishólmi hlaut styrk að upphæð 3,46 milljónir
  • Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull hlaut styrki fyrir 8 mismundi verkefni alls 108,42 milljónir
  • Arnarstapi/Hellnar á Snæfellsnesi hlaut styrk að upphæð 30 milljónir
  • Búðir – friðland á Snæfellsnesi hlaut styrk að upphæð 8,18 milljónir
  • Eldborg í Hnappadal hlaut styrk að upphæð 24,50 milljónir
  • Glanni og Paradísarlaut í Norðurárdal í Borgarfirði hlaut styrk að upphæð 2,8 milljónum
  • Hraunfossar, Barnafoss í Hálsasveit í Borgarfirði hlaut styrk að upphæð 7,10 milljónir
  • Surtshellir í Hallmundarhrauni hlaut styrk að upphæð 1,64 milljónir

Nánari umfjöllun um úthlutunina og verkefnin á Vesturlandi má finna á vef Skessuhorns

Frétt á vef Ferðamálastofu