Stofnfundur NÝVEST

SSVFréttir

Stofnfundur Nýsköpunarnets Vesturlands fer fram í Breið nýsköpunar og þróunarsetri að Bárugötu 8-10 á Akranesi miðvikudaginn 6. apríl og hefst fundurinn kl.15:00.  Auk hefðbundinnar dagskrár stofnfundar mun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla, iðnaðar og nýsköpunarráðherra ávarpa fundinn og þeir Bergur Benediktsson og Árni Þór Árnason munu kynna starfsemi Breiðar líftæknismiðju og starfsemi Fab-Lab á Vesturlandi. Að lokum kynnir Rut Ragnarsdóttir nýja heimasíðu Nývest.

   STOFNFUNDUR NÝVEST –  DAGSKRÁ
  1. Setning fundar, Páll S. Brynjarsson framkvæmdastjóri SSV
    Kosning fundarstjóra
    Kosning fundarritara
  1. Kynning á félaginu: Gísli Gíslason formaður undirbúningsnefndar Nývest
  2. Drög að stofnsamþykktum lögð fram til umræðu og atkvæðagreiðslu
  3. Kosning sjö aðila í stjórn
  4. Kosning endurskoðanda fyrir félagið
  5. Umræður og atkvæðagreiðslur um önnur málefni sem löglega eru upp borin
NÝSKÖPUN ER FRAMTÍÐIN
  1. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla, iðnaðar og nýsköpunarráðherra
  2. Líftæknismiðja Breiðar – Bergur Benediktsson
  3. Fab-Lab Vesturlands – Árni Þór Arnason
  4. Kynning á nýrri heimasíðu NýVest – Rut Ragnarsdóttir
AUGLÝSING Á PDF