Sorpurðun Vesturlands: Nýr sorptroðari í Fíflholtum

SSVFréttir

Sorpurðun Vesturlands hf.  festi nýlega kaup á nýjum sorptroðara fyrir starfsemina í Fíflholtum.  Hann leysir eldri sorptroðara af hólmi sem var keyptur árið 2007.

Troðarinn er 36,4 tonn að þyngd og kostaði 73,5 milljónir króna. Segja starfsmenn í Fíflholtum að um mikla breytingu sé að ræða við að fá svo nýtt og kraftmikið tæki sem nýi troðarinn er.  Sorptroðarinn er smíðaður af  Bomaq- umboðinu í Þýskalandi og er vélin í honum  frá Benz.

Að sögn Hrefnu B Jónsdóttur, framkvæmdastjóra Sorpurðunar Vesturlands hf. gera starfsmenn sér væntingar um að gasolíunotkun muni minnka umtalsvert með nýju tæki.