Sjávarkapers er fyrsti samstarfsviðburðurinn í Viðburðadagskrá Vesturlands 2021

SSVFréttir

Bændur á Bjarteyjarsandi í samstarfi við Crisscross matarferðir buðu til fjöruferða í Hvalfirði í apríl sl. þar sem Eydís Mary Jónsdóttir land- og umhverfisfræðingur og Hinrik Carl Ellertsson meistarakokkur, höfundar bókarinnar “Íslenskir matþörungar” fóru um fjöruna á Bjarteyjarsandi í Hvalfirði þar sem þau fræddu sælkera um klóþang og aðra fjöruþörunga.

Sóknaráætlun Vesturlands var samstarfsaðili í verkefninu og það er gleðilegt að sjá viðburði á Vesturlandi fara í gang og takast svona vel eins og Sjávarkapers.

Hér má sjá umfjöllun um viðurðinn „Sjávarkapers“

Kynntu þér allt um verkefnið „Viðburðir á Vesturlandi“

Skráðu þig á spurt og svarað fund um verkefnið „Viðburðir á Vesturlandi“ , fundurinn er föstudaginn 7. maí kl. 11:00 á TEAMS