• slide
  • slide
  • slide
  • slide

Menning á Vesturlandi


Á Vesturlandi ríkir blómlegt menningarstarf enda er menning öllum samfélögum mikilvæg. Skapandi greinar verða sífellt meira áberandi í atvinnulífinuj og eftirspurn eftir listum hefur aukist á undanförnum árum. Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi hafa séð um menningarmál frá árinu 2013 þegar Menningarráð Vesturlands var lagt niður. Hjá samtökunum starfar menningarfulltrúi sem sinnir menningarverkefnum á vegum SSV.

Menningarfulltrúi


Menningarfulltrúi vinnur að ýmsum samstarfsverkefnum og ráðgjöf varðandi menningarmál. Menningarfulltrúi starfar með uppbyggingarsjóðnum og veitir umsækjendum um menningarstyrki upplýsingar og ráðgjöf. Menningarfulltrúi vinnur einnig með fagráði menningarmála að tillögu um úthlutun menningarstyrkja úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands og heldur utan um samskipti við styrkþega sjóðsins. Mörg mjög áhugaverð og fjölbreytt verkefni hafa hlotið menningarstyrki, auk þess sem veittir hafa verið styrkir til stofnana og fyrirtækja sem vinna að menningarmálum.

Þarftu aðstoð?
Hafðu samband við menningarfulltrúa SSV:
Sigursteinn Sigurðsson
Sími: 433-2313 / 698-8503
Netfang: sigursteinn@ssv.is

Menningarstefna


Menningarstefna Vesturlands var tekin til endurskoðunar og var samþykkt í lok árs 2021. Við endurskoðun stefnunnar voru skipaðir fulltrúar í fagráð frá nær öllum sveitarfélögunum á Vesturlandi auk þess sem fjórir fulltrúar starfandi í menningartengdum atvinnugreinum tóku þátt í endurskoðuninni.
Menning á Vesturlandi einkennist af mikilli grósku. Öflugt listalíf hefur sannað gildi sitt á undanförnum árum og ljóst er að menning er samfélögum afar mikilvæg. Tilgangur Menningarstefnu Vesturlands er að efla hlut menningarinnar í stjórnsýslunni með því að setja markmið hvar landshlutinn og sveitarfélög vilja standa í málaflokknum. Þess vegna er sett fram undirstefnur, markmið og aðgerðir í fimm köflum. Í lok hvers kafla eru jafnframt settir fram mælikvarðar þannig hægt verður að leggja mat á árangur stefnunar í lok tímabilsins.
Við endurskoðun stefnunnar voru haldnir í streymi pallborðsumræður um málefni hvers kafla fyrir sig og eru upptökur af þeim fundum aðgengilegar á Youtube rás SSV. Jafnframt voru framleidd stutt myndbönd sem útskýra meginstefnu hvers kafla auk þess að lýsa þeim mikla sköpunarkrafti sem ríkir á Vesturlandi.
Hlekki á prentvæna útgáfu Menningarstefnu Vesturlands og myndbönd henni tengdri má nálgast hér á síðunni.

Samstarf safna á Vesturlandi


Ein af áherslum Sóknaráætlunar Vesturlands er að efla samstarf safna á Vesturlandi. Verkefnið var svo áhersluverkefni Sóknaráætlunnar og fór af stað árið 2019. Gerður var samstarfssamningur við ráðgjafafyrirtækið Creatrix sem vann skýrslu um stöðu mála á Vesturlandi og tillögur að aðgerðum sem ýta undir frekara samstarf safnanna.
Skýrslan kom út árið 2021 og í helstu niðurstöður hennar voru að söfn á Vesturlandi eiga þegar í miklu samstarfi, en ríkur vilji er til að gera enn betur í þeim efnum. Árið 2022 er áætlað að stíga næsta skref í þágu auknara samstarfs og eflingu safna á Vesturlandi, sem hluti af áhersluverkefni Sóknaráætlunar Vesturlands um blómlega menningu í landshlutanum.