Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið auglýsir störf án staðsetningar

SSVFréttir

Við viljum vekja athygli á því að Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið er núna að auglýsa á Starfatorgi störf án staðsetningar. 

Sjá auglýsingar:
Sérfræðingur hjá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga
-Verkefnastjóri á sviði sveitarstjórnarmála

Víða á Vesturlandi er húsnæði þar sem boðið er upp á vinnurými fyrir fólk sem vinnur störf án staðsetningar. Á vef Byggðastofnunar er mælaborð sem sýnir staðsetningar á húsnæði þar sem boðið er upp á vinnurými.