Opinn fundur: Eru tækifæri í smávirkjunum á Vesturlandi ?

SSVFréttir

Miðvikudaginn 3. febrúar kl. 09:00 standa Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) fyrir opnum Teamsfundi um smávirkjanir á Vesturlandi.  Á fundinum munu þeir Arnar Bergþórsson og Arnar Már Björgvinsson frá fyrirtækinu Arnarlæk kynna skýrslu sem þeir unnu um smávirkjanir á Vesturlandi.  Í skýrslunni er farið yfir frumúttekt á valkostum fyrir smávirkjanir á Vesturland, en alls voru 70 valkostir skoðaðir.  Að auki er í skýrslunni fjallað almennt um ferlið við uppbygginu smávirkjana.

Skýrsla: Smávirkjanir á Vesturlandi-frumúttekt valkosta

Skráning á fundinn er hér

Allir velkomnir SSV