Hinsegin Borgarbyggð

SSVFréttir

Árið 2020 fékk verkefnið „Hinsegin Borgarbyggð“ styrk úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands en verkefnið gengur út á að halda Gleðigöngu í Borgarnesi sem var fyrirhuguð sumarið 2020. En eins og svo mörg verkefni fór Gleðigangan á ís vegna heimsfaraldursins.

Nú í ár er undirbúningur hafin á ný og hefur vaxið fiskur um hrygg, en í tilefni Gleðigöngunar hafa skipuleggjendur ákveðið að stofna Hinsegin Vesturland hagsmunasamtök hinsegin fólks, aðstandenda þeirra og áhugafólks um mannréttindi. Stofnfundur félagsins er fyrirhugaður á næstunni og eru áhugasamir hvattir til að fylgjast með á Facebook síðu Hinsegin Vesturlands sem má nálgast hér: https://www.facebook.com/hinseginvest/

Á meðfylgjandi mynd eru systurnar Guðrún Steinunn og Bjargey Anna Guðbrandsdætur sem eru verkefnastjórar Hinsegin Vesturlands og Gleðigöngunar í Borgarnesi, en myndirnar eru teknar á Úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs Vesturlands sem fram fór að féalgsheimilinu Fannahlíð í Hvalfjarðarsveit árið 2020. Með þeim á myndinni er Sigursteinn Sigurðsson menningarfulltrúi SSV.