LISTIR – Pallborðsumræður í beinu streymi í kvöld

SSVFréttir

Og áfram höldum við! Í kvöld er komið að umræðum um annan hluta menningarstefnu Vesturlands. Pallborðið verður í beinu streymi í kvöld á milli 20:00 og 21:00.

Fjórir flottir Vestlendingar með farsælan feril á sviði listgreina ræða um listir:
-Ingibjörg Halldórsdóttir, kvikmyndagerðarmaður og einn stofnandi IceDocs heimildamyndahátíðarinnar á Akranesi
-Reynir Hauksson, flamenco tónlistarmaður
-Þóra Sigurðardóttir, keramiklistamaður og staðarhaldari að Nýp á Skarðsströnd
-Kári Viðarsson, leikari, menningarfrumkvöðull, staðarhaldari Frystiklefans á Rifi og fulltrúi í fagráði menningarstefnu Vesturlands

Sem áður stýrir Sigursteinn Sigurðsson umræðum. Allir þátttakendur geta tekið þátt í umræðunum með því að senda inn fyrirspurnir eða ábendingar í gegnum athugasemdakerfi Facebook og Mentimeter (Menti-kóði verður gefinn upp á fundinum).
Starfsmaður menningarstefnunar er Sólveig Ólafsdóttir.

Viðburðurinn á FB

Jafnframt er bent á umfjöllun menningarfulltrúa hjá SSV um stefnur og stöðu menningarmála á Vesturlandi á YouTube rás SSV

Fyrir áhugasama er til upptaka frá fyrsta pallborði menningarstefnunar sem fjallar um menningaruppeldi