Nýr hlaðvarpsþáttur komin í loftið – Þróunarfélag Grundartanga: Óli Adolfs segir frá

SSVFréttir

Nýr þáttur af Hlaðvarpi SSV – Vesturland í sókn fór í loftið í dag og í þetta skiptið settist Vífill Karlsson, hagfræðingur og atvinnuráðgjafi hjá SSV, niður með Ólafi Adolfssyni apótekara og stjórnarformanni Þróunarfélags Grundartanga. Þeir félagar eiga það sameiginlegt að vera Ólsarar og ræddu þeir helstu verkefni á könnu Þróunarfélagsins, endurnýtanlega orkugjafa, rekstur apóteka og lífið í Ólafsvík.

Mikill hugur er í fólki fyrir uppbyggingu á Grundartanga enda tækifærin mikil, einkum og sér í lagi í baráttunni gegn loftslagsvandanum. Hlustendur fá hér góða sýn inn í verkefnin sem framundan eru ásamt þeim tækifærum sem liggja í svæðinu!