Tvenn verðlaun Íslensku menntaverðlaunanna fóru í hlut skóla á Vesturlandi í ár, en verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn á Bessastöðum nú á dögunum. Grunnskóla Snæfellsbæjar hlaut verðlaun í flokknum þróunarverkefni fyrir átthagakennslu og Menntaskóli Borgarfjarðar hlaut hvatningarverðlaun fyrir framsækna endurskoðun á námskrá.
Átthagafræði Grunnskóla Snæfellsbæjar gengur útá að nemendur öðlist góðan skilning á átthögum sínum og nærumhverfi. Þannig kynnist þau náttúru, staðarháttum, mannlífi og sögu síns svæðis sem er gott veganesti inní framtíðina. Sem dæmi má nefna hafa nemendur fræðst um Snæfellsjökul og jarðsfræði svæðisins. Hilmar Már Arason skólastjóri Grunnskóla Snæfellsbæjar nefndi að í raun allt samfélagið hafi hlotið þessa viðurkenningu. Hann vonar að námið og viðurkenningin dragi fram það jákvæða í samfélaginu og opni augu nemenda fyrir þeim tækifærum sem býr í nærumhverfi þeirra.
Menntaskóli Borgarfjarðar hefur á liðnum misserum tekið námskrá sína til gagngerar endurskoðunar með tilliti til starfa framtíðarinnar. Markmiðin með þessum breytingum eru að búa nemendur sem best undir líf og störf fyrir störf framtíðarinnar sem hafa verið tengd við fjórðu iðnbyltinguna svokölluðu. Áhersla er lögð á skapandi og greinandi hugsun, virka þátttöku og samfélagslegar tengingar, tæknilæsi og mat á upplýsingum, öflun og miðlun þekkingar og upplýsinga með faglegum hætti.
Embætti forseta Íslands, mennta- og barnamálaráðuneyti, innviðaráðuneytið, Félag um menntarannsóknir, Grunnur – félag stjórnenda á skrifstofum fræðslumála í sveitarfélögum, Kennaradeild Háskólans á Akureyri, Kennarasamband Íslands, Listaháskóli Íslands (listkennsludeild og tónlistardeild), Menntamálastofnun, Menntavísindasvið Háskóla Íslands, Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri, Samband íslenskra sveitarfélaga, Samtök áhugafólks um skólaþróun, Samtök iðnaðarins og Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar standa að baki Íslensku menntaverðlaunanna og eru þau veitt árlega.
Er Grunnskóla Snæfellsbæjar, Menntaskóla Borgarfjarðar og aðstandendum óskað innilega til hamingju með verðlaunin.
Nánar um átthagakennslu Grunnskóla Snæfellsbæjar
Nánar um skólaþróunarverkefni Menntaskóla Borgarfjarðar