Grunnskólabörn í garði Snorra Sturlusonar

SSVFréttir

Í síðustu viku fór fram Barnamenningarhátíð í Reykholti og þar mættu börn á miðstigi frá fimm skólum á Vesturlandi og fá þau innsýn inn í miðaldarlíf Íslendinga. Þau upplifa staðinn og listamennina ásamt því að leggja fram sinn afrakstur úr náminu en þau hafa væntanlega öll þurft að takast á við Snorra Sturluson og miðaldir einhverntíma á síðustu þremur árum.

Barnamenningarhátíð er eitt af áhersluverkefnum Sóknaráætlunar Vesturlands en áður hafa Barnamenningarhátíðir Vesturlands verið haldnar á Snæfellsnesi 2018,  Akranesi 2017 og Reykholti 2016.
Sjá umfjöllun um Barnamenningarhátíð í Landanum

Ungir Dalamenn gefa Gísla Einarssyni vatn úr Hvammsá í Dölum þar sem Snorri Sturluson bjó