Aðalfundur SSV verður haldinn á Hótel Hamri 20. mars n.k.

SSVFréttir

Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi fer fram á Hótel Hamri, Borgarnesi miðvikudaginn 20. mars 2024.  Sama dag verða einnig aðalfundir Starfsendurhæfingar Vesturlands, Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands, Heilbrigðisnefndar Vesturlands og Sorpurðunar Vesturlands.

Dagskrá miðvikudaginn 20. mars verður sem hér segir:

Kl.09:30 Aðalfundur Starfsendurhæfingar Vesturlands

Kl.10:15 Aðalfundur Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands

Kl.11:15 Aðalfundur Heilbrigðisnefndar Vesturlands

Kl.12:30 Hádegisverður

Kl.13:00 Aðalfundur Sorpurðunar Vesturlands

Kl.14:00 Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi

Eftirtaldir dagskrárliðir verða teknir fyrir á aðalfundi SSV samkvæmt lögum SSV:

  • Skýrsla  stjórnar SSV um starfsemi liðins árs
  • Ársreikningur  SSV, ásamt skýrslu endurskoðanda
  • Kosning stjórnar
  • Ákvörðun um laun og þóknun til stjórnar og nefnda
  • Kosning endurskoðanda
  • Önnur mál löglega fram borin