Skyndihjálp í efnahagsumræðunni.

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Haldið var námskeið sem kallað var skyndihjálp í efnahagsumræðunni í Borgarnesi 13. október og í Ólafsvík 16. október. Markmið námskeiðsins var að útskýra nokkur lykilhugtök efnahagsumræðunnar fyrir almenningi og var það Vífill Karlsson, hagfræðingur og ráðgjafi hjá SSV sem var fyrirlesari.

Aðgangur var ókeypis á námskeiðið og var mæting nokkuð góð. Umræður voru bæði líflegar og uppbyggjandi en glærur námskeiðsins getur þú fundið hér.