Íbúakönnun á Vesturlandi

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Skýrsla sem greinir frá íbúakönnun á Vesturlandi var gefin út í vikunni. Vaxtarsamningur Vesturlands var tilefni þessarar könnunar þar sem menntunarstig íbúanna og viðhorf þeirra til búsetuskilyrða á Vesturlandi er kannað sérstaklega. Auk þess voru íbúarnir spurðir um ýmislegt annað forvitnilegt. Þar má nefna almenna ánægju með að búa á Vesturlandi, mikilvægustu samgöngubætur fyrir Vestlendinga og hvort kvótaskerðingin í upphafi yfirstandandi fiskveiðiárs hafi áhrif á hugsanlegan brottflutning þeirra. Upplýsingar um svör við þessu er að finna í stuttu máli í samantekt fremst í skýrslunni svo og í megin máli hennar.

Skýrsluna má nálgast hér.