Vaxtarsamningur Vesturlands undirritaður á aðalfundi SSV

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Á aðalfundi Samtaka Sveitarfélaga á Vesturlandi, sem haldin var í Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði föstudaginn 15.september síðastliðinn, var undirritaður Vaxtarsamningur Vesturlands.

Á aðalfundi SSV á síðasta ári, kom þáverandi Iðnaðar-og viðskiptaráðherra, Valgerður Sverrisdóttir og tilkynnti formlega að ákveðið væri að skipa verkefnisstjórn að undirbúningi að Vaxtarsamningi Vesturlands. Rúmu ári síðar var svo vaxtarsamningurinn undirritaður á aðalfundi SSV sem haldinn var í Grundarfirði.

SSV. En hægt er að nálgast Vaxtarsamning Vesturlands á eftirfarandi slóð:

http://www.idnadarraduneyti.is/utgefid-efni/skyrslur/nr/2100

Fyrirmyndin sótt í vel heppnuð erlend verkefni
Vaxtarsamningar sem byggjast á klasahugmyndafræðinni hafa verið gerðir víða um heim með góðum árangri. Íslendingar þekkja best vaxtarsamninginn í Oulu í Finnlandi og var stuðst við þá fyrirmynd við gerð og framkvæmd vaxtarsamnings Vesturlands. Á Oulu-svæðinu er unnið með kjarnaatvinnugreinum eða klösum, líkt og gert er á Vesturlandi.

Kjarninn í vaxtarsamningum er, að þeir eru samkomulag sveitarfélaga, atvinnulífs, ríkis, einkaaðila og annarra aðila á viðkomandi svæði um uppbyggingu og vöxt atvinnulífs og samfélags. Vesturland á sér mikla möguleika til vaxtar og þróunar, og þau markmiðið sem settu eru fram í Vaxtarsamningi Vesturlands eru einkum samkeppnishæfni, að nýta sérstöðu einstakra svæða, auka fjölbreytni atvinnulífs og framleiðslu, og alþjóðavæðing. Í niðurstöðum skýrslunnar kemur síðan fram að náist þessi markmið muni það m.a. leiða til bættra lífskjara, góðrar þjónustu, ásamt því að vaxtargreinar svæðisins munu halda áfram að þróast og styrkjast.

Með undirritun Vaxtarsamnings Vesturlands var stigið skref til markvissar atvinnu-uppbyggingar og nýsköpunar á Vesturlandi á komandi árum. Á meðfylgjandi mynd má sjá þá aðila sem undirrituðu samninginn á aðalfundi SSV.

Ágúst Sigurðsson f.h. Landbúnaðarháskóla Íslands

Hrefna B. Jónsdóttir f.h. Sorpurðunar Vesturlands hf.

Páll Brynjarsson, f.h. Borgarbyggðar.

Hallgrímur Jónasson, f.h. Iðntæknistofnunar.

Helga Halldórsdóttir, f.h. SSV og Atvinnuráðgjafar Vesturlands

Jón SIgurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, f.h. Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins.

Aðalsteinn Þorsteinsson, f.h. Byggðastofnunar.

Grétar Þór Eyþórsson, f.h. Háskólans á Bifröst.

Gunnar Sigurðsson, f.h. Akraneskaupstaðar.

Gísli Kjartansson, f.h. Sparisjóðs Mýrasýslu.

Gísli Gíslason, f.h. Faxaflóahafna.

Á myndina vantar fulltrúa frá Náttúrustofu Vesturlands og Háskólasetri Snæfellsness.

Sé nánari upplýsinga óskað er bent á að hafa samband við SSV. En hægt er að nálgast Vaxtarsamning Vesturlands á eftirfarandi slóð:

http://www.idnadarraduneyti.is/utgefid-efni/skyrslur/nr/2100