Fulltrúi Rannsóknamiðstöðvar Íslands, Rannís, Eiríkur Smári Sigurðarson kynnir helstu sjóði í umsýslu Rannís og umsókna- og matsferli sjóðanna.
1. Tækniþróunarsjóður: Hlutverk hans er að efla samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs. Sjóðurinn styður rannsóknir og tækniþróun sem miða að nýsköpun í íslensku atvinnulífi. Umsóknarfrestur: 15. september 2006.
2. Rannsóknasjóður: Hlutverk hans er að styrkja vísindarannsóknir á Íslandi. Sjóðurinn styrkir skilgreind rannsóknaverkefni einstaklinga, fyrirtækja, háskóla og stofnana. Umsóknarfrestur: 1. október 2006.
3. Markáætlun um erfðafræði í þágu heilbrigðis og örtækni. Tekið verður við umsóknum til forverkefna frá og með 1. september.
Kynningarfundurinn verður haldinn í Ráðhúsinu í Stykkishólmi, fimmtudaginn 7.september kl. 17:00.
Allir velkomnir!