Aðalfundur SSV fór fram á Hótel Hamri í Borgarnesi 6. apríl s.l. Á fundinum var lögð fram Ársskýrsla SSV og tengdra aðila ásamt ársreikningi fyrir SSV og þjónustusvæði um málefni fatlaðra á Vesturlandi.
Rekstur SSV gekk vel á árinu 2015 og var unnið að ýmsum stórum verkefnum á árinu. Stærsta einstaka verkefnið var innleiðing nýrrar sóknaráætlunar fyrir Vesturland sem gildir fram til ársins 2019.
Á fundinum var Kristín Björg Árnadóttir forseti bæjarstjórnar í Snæfellsbæ kosin formaður SSV til næstu tveggja ára. Fráfarandi formaður Ingveldur Guðmundsdóttir sveitarstjórnarfulltrúi í Dalabyggð lét af störfum formanns eftir að hafa gengt því frá árinu 2014.