Bjartsýni fyrirtækja á Vesturlandi færist áfram í aukana á milli ára þegar horft er til svara við spurningum, sem lúta að væntingum þeirra um framtíðina, í könnun sem gerð var í desember 2015. Þetta sést á því hvernig þau svara spurningum er tengjast mannaráðningum, fjárfestingum, afkomu þeirra og efnahagsútliti almennt. Nánari greining gaf til kynna að það væru helst fyrirtæki í byggingariðnaði og ferðaþjónustu sem vildu ráða fólk. Ferðaþjónusta og fiskvinnsla höfðu hins vegar mestan áhuga á fjárfestingum. Frekari greiningu er að sjá í nýrri Glefsu (smellið hér).