Útgáfuáætlun – væntanlegt efni

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Væntanlegt efni hjá SSV þróun og ráðgjöf eru tveir hagvísar. Annar sem greinir frá niðurstöðum fyrirtækjakönnunar sem lögð var fyrir sl. haust og annar sem fjallar um störf á vegum ríkisins. Sá fyrri ætti að verða tilbúinn um miðjan mars og sá seinni um miðjan maí.

  • Fyrirtækjakönnun: Afkoma og væntingar fyrirtækja (í mars 2015)
  • Störf á vegum ríkisins á Vesturlandi (í maí 2015)

Fyrirtækjakönnun sem átti að vera framkvæmd þriðja hvert ár eins og íbúakönnunin, varð það umfangsmikil að það bitnaði á þátttökunni í fyrra. Þess vegna var ákveðið að skipta henni efnislega í þrennt og framkvæma hana á hverju ári. Að þessu sinni verður afkoma fyrirtækja, þörfin á starfsfólki – þar sem sérstaklega var spurt út í þörf fyrir menntaða starfsmenn, og væntingar þeirra. Störf á vegum ríkisins voru síðast tekin saman að beiðni sveitarstjórnarmanna. Reiknað er með að þau verði tekin saman annað hvert ár.