Heimsókn frá Slóvakíu

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Nýverið heimsóttu þeir Josef Dvonc forseti Samtaka sveitarfélaga í Slóvakíu og borgarstjóri í Nitra og Roman Staník alþjóðafulltrúi Vesturland. Tilgangur heimsóknarinnar var kynna sér ýmis verkefni sem eru í gangi á Vesturlandi eða hafa verið unnin af Vestlendingum, en þeir höfðu áhuga á mögulegu samstarf um verkefni eins og sameiningu sveitarfélaga, staðardagskrá, umhverfismálum og íbúalýðræði. Þau Sigurborg Hannesdóttir frá Ildi, Stefán Gíslason frá UMÍS, Theodóra Matthíasdóttir umhverfisfulltrúi á Snæfellsnesi og þeir Vífill Karlsson og Páll S. Brynjarsson frá SSV voru með erindi fyrir gestina.