Svanni – lánatryggingasjóður kvenna

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Umsóknarfrestur um lánatryggingu haust 2012

Svanni veitir lánatryggingar til kvenna með góðar viðskiptahugmyndir og er í samstarfi við Landsbankann um lánafyrirgreiðslu. Sjóðurinn veitir helming ábyrgðar á móti banka.
Eingöngu verkefni/fyrirtæki sem eru í meirihlutaeigu konu/kvenna og undir stjórn konu/kvenna geta sótt um tryggingu og gerð er krafa um að í verkefninu felist nýsköpun/nýnæmi að einhverju marki. Einnig er krafa um að líkur séu verulegar á að verkefnið/fyrirtækið leiði til aukinnar atvinnusköpunar kvenna.


Þann 8. mars árið 2011 var undirritað samkomulag um endurreisn Lánatryggingasjóðs kvenna, en hann var starfræktur á árunum 1998-2003. Verkefnið er liður í viðleitni stjórnvalda til að efla atvinnulíf og hvetja til nýsköpunar á Íslandi. Ennfremur hafa rannsóknir sýnt að konur eru síður tilbúnar að veðsetja eignir sínar en karlar og hefur það oft staðið verkefnum kvenna fyrir þrifum.
Sjóðurinn er í eigu velferðarráðuneytis, iðnaðarráðuneytis og Reykjavíkurborgar og er verkefnið til fjögurra ára og lýkur þann 31.desember 2014.
Stjórn sjóðsins skipa þau Steinunn Valdís Óskarsdóttir sem jafnframt er formaður stjórnar og fulltrúi velferðarráðherra, Jón Steindór Valdimarsson sem er fulltrúi iðnaðarráðherra og Sigrún Elsa Smáradóttir fulltrúi Reykjavíkurborgar. Vinnumálastofnun sér um umsýslu verkefnisins og er verkefnissstjóri sjóðsins staðsettur í Kringlunni.
Hægt verður að sækja um lánatryggingar á heimasíðunni til og með 1.október.


Svanni veitir lánatryggingar til kvenna með góðar viðskiptahugmyndir og er í samstarfi við Landsbankann um lánafyrirgreiðslu. Sjóðurinn veitir helming ábyrgðar á móti banka.
Eingöngu verkefni/fyrirtæki sem eru í meirihlutaeigu konu/kvenna og undir stjórn konu/kvenna geta sótt um tryggingu og gerð er krafa um að í verkefninu felist nýsköpun/nýnæmi að einhverju marki. Einnig er krafa um að líkur séu verulegar á að verkefnið/fyrirtækið leiði til aukinnar atvinnusköpunar kvenna. Hægt er að sækja um lánatryggingu vegna eftirtalinna þátta:

· Stofnkostnaðar

· Markaðskostnaðar

· Vöruþróunar

· Nýrra leiða í framleiðslu eða framsetningu vöru/þjónustu.

Lánsfjárhæðir skulu ekki vera undir tveimur milljónum króna en mest er hægt að sækja um lán að upphæð 20 milljónir króna.


Umsóknir
Sótt er um á heimasíðu verkefnisins www.svanni.isog eru umsóknir rafrænar. Í umsókn skulu koma fram upplýsingar um umsækjanda, greinargóð lýsing á verkefni/fyrirtæki, markmiðum þess og ávinningi, hverjir koma að umsókninni, samstarfsaðilar, viðskiptaáætlun og lýsing á fjármögnun og staðfesting fjármögnunaraðila ef þeir eru til staðar.
Umsóknir eru metnar út frá lýsingu á viðskiptahugmynd, nýnæmi/nýsköpun hugmyndar, atvinnusköpun kvenna, verðmætasköpun/arðsemi, samkeppni, viðskiptaáætlun (fjárhags-, markaðs og framkvæmdaráætlun), fjármögnun, áhættumati og fjárhagsstöðu umsækjanda.

Vakin er athygli á því að hægt er að sækja um lánatryggingu allt árið um kring og eru umsóknir afgreiddar að vori og að hausti.

Ráðgjöf og eftirfylgni
Mikilvægur þáttur verkefnisins er ráðgjöf og handleiðsla en er lán og ábyrgð er samþykkt fer af stað ferli handleiðslu og ráðgjafar. Þannig skuldbindur lántaki sig til að fá ráðgjöf/handleiðslu um útfærslu hugmyndar sinnar.
Ennfremur skal lántaki skila ársskýrslu verkefnis/fyrirtækis fyrir lok apríl hvert ár sem tryggingin er í gildi.

Allar nánari upplýsingar veitir Ásdís Guðmundsdóttir, starfsmaður sjóðsins í síma 515-4860 og í netfangið svanni@svanni.is