Aðalfundur SSV, sóknaráætlun og efling sveitarstjórnarstigsins.

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Ögmundur Jónasson, ráðherra innanríkismála, á aðalfundi SSV á föstudaginn.
Einfalda og efla samskipti ríkis og sveitarfélaga. Nýtt skipulag/nýtt verklag, einfaldari og skilvirkari stjórnsýsla eru skilaboð ríkisins til landshlutasamtakanna. Samþykkt ríkisstjórnarinnar frá 22. júní sl. kveður á um fjármuni sem Alþingi ráðstafar hverju sinni af fjárlögum til verkefna í einstökum landshlutum á sviði atvinnumála, byggða- og samfélagsþróunar byggi á sóknaráætlun hvers landshluta og renni um einn farveg, á grundvelli samnings, til miðlægs aðila í hverjum landshluta.

Heimamönnum er ætlað að hafa forystu um gerð sóknaráætlana, ákveða fyrirkomulag samráðsvettvangs og fyrirkomulag á móttöku og útdeilingu fjármuna. Drög að sóknaráætlun landshluta skal liggja fyrir í desember 2012 til eins árs, þ.e. ársins 2013.

Fundarmenn ræddu m.a. þessi mál í markvissri hópavinnu á aðalfundinum. Sigurborg Kr. Hannesdóttir, stýrði þemavinnu á fundinum og var almenn ánægja með fyrirkomulag fundarins. Ekki liggja fyrir neinar formlegar ályktanir aðalfundar eins og verið hefur. Hins vegar verður unnið úr þeim gögnum sem fundarmenn skiluðu af sér í lok fundar og munu áherslur fundarins birtar en starfsmenn SSV munu gefa sér tíma til að vinna úr þeim.