Brúðuheimar Frumkvöðull ársins 2010

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Bernd og Hildur fremst ásamt þeim sem fengu viðurkenningu.
Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi og Vaxtarsamningur Vesturlands standa árlega fyrir útnefningu á Frumkvöðli Vesturlands. Alls fengu 12 aðilar viðurkenningu vegna ársins 2010 á Frumkvöðladegi sem haldinn var 10. júní í Brúðuheimum í Borgarnesi. Að þessu sinni voru það Brúðuheimar sem voru útnefndir Frumkvöðull Vesturlands 2010 og fengu þau verðlaunagrip ásamt 500.000 kr. Í 2.-3. sæti voru Skagastaðir, virknisetur fyrir unga atvinnuleitendur á Akranesi og Dögg Mósesdóttir sem hefur staðið fyrir alþjóðlegu stuttmyndahátíðinni Northern Wave Film Festival í Grundarfirði og fengu þau 250.000 kr. hvort.

Aðrir sem fengu viðurkenningu:

Bjarteyjarsandur – Arnheiður og Guðmundur

Hvammsskel ehf.

Jóhanna og Þorbjörn á Háafelli

Jón Guðmundsson, garðyrkjufræðingur

Mömmur.is

Ólafsdalsfélagið

Reykofninn-Grundarfirði ehf./Kári P. Ólafsson

Rita og Páll í Grenigerði

Samstarf heimafyrirtækja í Stykkishólmi: Leir 7/Narfeyrarstofa/Anok/ Friðborg/Bláskel/Mjöður


Brúðuheimar eru lista- og menningarmiðstöð tengd brúðuleiklist, þar sem leiksýningar, námskeið, safn, gjafavöruverlun og kaffihús mætast áfallegum stað í líflegu andrúmslofti. Bernd Ogrodnik er listrænn stjórnandi Brúðuheima og Hildur Magnea Jónsdóttir framkvæmdastjóri en þau stofnuðu Brúðuheima á árinu 2010. Brúðuheimar höfða til allra aldurshópa þó svo að börn séu þar í forgrunni. Í leikhúsinu er boðið bæði upp á barna- og fullorðinssýningar og ævintýralegt bæði fyrir börn og fullorðna að ganga í gegnum leikbrúðusafnið.

Dómnefnd skipuðu Hrönn Ríkharðsdóttir, Kristjana Hermannsdóttir og Jenný Lind Egilsdóttir og er þetta í sjötta sinn sem Frumkvöðull Vesturlands er útnefndur. Auglýst var eftir tilnefningum í miðlum á Vesturlandi og var m.a. hægt að senda tilnefningar í gegnum vef Skessuhorns.