Á fundi stjórnar Sorpurðunar Vesturlands hf. sem haldinn var föstudaginn 1. apríl var Kristinn Jónasson, bæjarstjóri í Snæfellsbæ kosinn formaður stjórnar og Bergur Þorgeirsson, Borgarbyggð, varaformaður.
Ný stjórn var kosin á aðalfundi félagsins þann 11. mars sl. og gengu þar 5 stjórnarmenn úr stjórn, flestir eftir margra ára stjórnarsetu.
Nýir stjórnarmenn eru:
Friðrik Aspelund, Borgarbyggð. Þröstur Ólafsson og Magnús Freyr Ólafsson, Akraneskaupstað. Gyða Steinsdóttir, bæjarstjóri í Stykkishólmi og Sveinn Pálsson, sveitarstjóri Dalabyggðar.
Þeir Kristinn og Bergur hafa starfað í stjórninni um árabil.