Endurnýjun menningarsamnings

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Endurnýjun menningarsamnings fyrir Vesturlands fór fram í Átthagastofunni í Snæfellsbæ föstudaginn 26. mars. Mennta- og menningarmálaráðuneyti og iðnaðarráðuneyti veita samtals 25 millj. kr. árið 2010 til mennigarsamningsins. Þar af greiðir menntamálaráðuneytið 19 m.kr. og iðnaðarráðuneytið 6 millj. Kr. Á móti leggja sveitarfélögin til samningsins tæpar 8 milljónir kr. Er þetta myndarlegt framlag til menningarmála og fór úthlutun styrkja einnig fram í Átthagastofunni við sama tækifæri. Sjá nánar.

Þjóðfundur á Vesturlandi

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Síðustu daga hefur undirbúningur staðið yfir vegna Þjóðfundarins sem haldinn verður í Menntaskóla Borgarfjarðar, Borgarnesi, laugardaginn 20. febrúar. Farið hefur verið yfir mætingu heimaaðila og eru góðar líkur á að fundurinn verði fjölmennur en þátttakendur koma víðsvegar að af Vesturlandi. Forsætisráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, mun ávarpa fundinn.

Fundur um eflingu sveitarstjórnarstigsins

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Samband íslenskra sveitarfélaga og Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) boða til sameiginlegs kynningarfundar um nýjar leiðir til að efla sveitarstjórnarstigið. Fundurinn verður í Menntaskóla Borgarfjarðar miðvikudaginn 3. febrúar klukkan 17. Allir velkomnir og íbúar á Vesturlandi hvattir til að mæta. Sjá auglýsingu og dagskrá hér.

Átta þjóðfundir í öllum landshlutum (Vesturland, laugardaginn 20. febrúar í Borgarnesi)

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Verkefnið á þjóðfundum landshlutanna verður að setja fram hugmyndir um framtíðaráform á viðkomandi svæði til eflingar atvinnulífs og samfélags á grundvelli sérstöðu og styrkleika svæðanna. Þessi vinna verður grundvöllur að áætlun hvers landshluta innan þeirrar sóknaráætlunar sem ríkisstjórnin hefur ákveðið að gerð verði og tillaga til þingsályktunar hefur verið lögð fram um á Alþingi. Gert er ráð fyrir að 2-3 ráðherrar úr ríkisstjórninni verði á hverjum þjóðfundi í landshlutunum ásamt

Sorpurðun Vesturlands hf. 10 ára.

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Sorpurðun Vesturlands hf. hefur nú starfað í 10 ár en það var í byrjun desember árið 1999 sem þáverandi umhverfisráðherra Siv Friðleifsdóttir opnaði staðinn formlega fyrir mótttöku sorps. Í heildina hafa tæp 100.000 tonn verið urðuð í Fíflholtum frá upphafi. Ber árið 2006 þar hæst en þá voru urðuð 12.898 tonn en var það metár í sorpmagni á einu ári. Reynsla móttökustaða fyrir sorp sýna að beint samband er á

Atvinnurekstur kvenna

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Byggðastofnun í samstarfi við Handverk og hönnun, Hönnunarmiðstöð, Listaháskóla Íslands, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Ímark og Útflutningsráð Íslands auglýsir eftir umsóknum um stuðning við markaðssetningu erlendis á íslensku handverki og hönnunarvörum. Sjá auglýsingu hér.

Styrkir til atvinnumála kvenna

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Um áramót verður hægt að sækja um styrki til félagsmálaráðuneytisins í sjóð um eflingu atvinnumála kvenna. Hægt er að sækja um styrki til gerðar viðskiptaáætlunar (300.000), til vöruþróunar, markaðssetningar, efniskostnaðar og hönnunar svo eitthvað sé nefnt. Ennfremur geta þær konur sem skila inn fullbúnum viðskiptaáætlunum og eru að hefja rekstur sótt um launastyrk í allt að sex mánuði.

Málþing yfirfærsla málefna fatlaðra til sveitarfélaga 2011

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi standa fyrir málþingi um yfirfærslu málefna fatlaðra til sveitarfélaga 2011. Málþingið verður haldið á Hótel Hamri þann 9. nóvember og hefst kl. 17. Dagskrá þingsins er hér. Við fáum góða gesti til fundarins eins og Þór G. Þórarinsson, skrifstofustjóra í félagsmálaráðuneytinu og þau Grétu Sjöfn Guðmundsdóttur, forstöðumann málefna fatlaðra á Norðurlandi vestra, og Gunnar Sandholt, félagsmálastjóra í Skagafirði, auk foreldri fatlaðs einstaklings sem heitir Guðný Ólafsdóttir.