Skýrsla um þekkingarsetur á landsbyggðinni

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Út er komin hjá menntamálaráðuneytinu áfangaskýrsla um þekkingarsetur á Íslandi. Skýrslan gefur gott yfirlit um starfsemi þekkingarsetra víða um land. Sjá heimasíðu menntamálaráðuneytisins

Frumkvöðull Vesturlands 2009 er Erpsstaðir í Dalabyggð.

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Þeir sem voru tilnefndir ásamt Frumkvöðli Vesturlands 2009Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi standa árlega fyrir útnefningu á Frumkvöðli Vesturlands. Að þessu sinni voru 14 aðilar tilnefndir og fengu allir viðurkenningu á Frumkvöðladegi sem haldinn var 5. maí í Landnámssetrinu í Borgarnesi, en Erpsstaðir í Dalabyggð voru útnefndir Frumkvöðull Vesturlands 2009. Ábúendur á Erpsstöðum eru Þorgrímur Einar Guðbjartsson og Helga Elínborg Guðmundsdóttir. Fyrir utan að vera með hefðbundinn búskap hafa þau með

Flutningsjöfnuður höfuðborgarsvæðisns og annarra svæða í kreppunni

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Grein eftir Vífil Karlsson sem birt er á vef Byggðastofnunar. Gera má ráð fyrir að hægja muni á fjölgun íbúa á nágrannasvæða höfuðborgarsvæðisins í kreppunni eða þeim hreinlega fækka. Skipta má landinu upp í þrennt; höfuðborgarsvæði, landsbyggðina nær og fjær. Landsbyggðin nær eru staðir utan höfuðborgarsvæðisins en innan 120 km vegalengdar frá Reykjavík. Landsbyggðin fjær er öll svæði þess utan. Ef horft er til gömlu kjördæmanna má segja að Reykjanes,

Endurnýjun menningarsamnings

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Endurnýjun menningarsamnings fyrir Vesturlands fór fram í Átthagastofunni í Snæfellsbæ föstudaginn 26. mars. Mennta- og menningarmálaráðuneyti og iðnaðarráðuneyti veita samtals 25 millj. kr. árið 2010 til mennigarsamningsins. Þar af greiðir menntamálaráðuneytið 19 m.kr. og iðnaðarráðuneytið 6 millj. Kr. Á móti leggja sveitarfélögin til samningsins tæpar 8 milljónir kr. Er þetta myndarlegt framlag til menningarmála og fór úthlutun styrkja einnig fram í Átthagastofunni við sama tækifæri. Sjá nánar.

Þjóðfundur á Vesturlandi

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Síðustu daga hefur undirbúningur staðið yfir vegna Þjóðfundarins sem haldinn verður í Menntaskóla Borgarfjarðar, Borgarnesi, laugardaginn 20. febrúar. Farið hefur verið yfir mætingu heimaaðila og eru góðar líkur á að fundurinn verði fjölmennur en þátttakendur koma víðsvegar að af Vesturlandi. Forsætisráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, mun ávarpa fundinn.

Fundur um eflingu sveitarstjórnarstigsins

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Samband íslenskra sveitarfélaga og Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) boða til sameiginlegs kynningarfundar um nýjar leiðir til að efla sveitarstjórnarstigið. Fundurinn verður í Menntaskóla Borgarfjarðar miðvikudaginn 3. febrúar klukkan 17. Allir velkomnir og íbúar á Vesturlandi hvattir til að mæta. Sjá auglýsingu og dagskrá hér.

Átta þjóðfundir í öllum landshlutum (Vesturland, laugardaginn 20. febrúar í Borgarnesi)

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Verkefnið á þjóðfundum landshlutanna verður að setja fram hugmyndir um framtíðaráform á viðkomandi svæði til eflingar atvinnulífs og samfélags á grundvelli sérstöðu og styrkleika svæðanna. Þessi vinna verður grundvöllur að áætlun hvers landshluta innan þeirrar sóknaráætlunar sem ríkisstjórnin hefur ákveðið að gerð verði og tillaga til þingsályktunar hefur verið lögð fram um á Alþingi. Gert er ráð fyrir að 2-3 ráðherrar úr ríkisstjórninni verði á hverjum þjóðfundi í landshlutunum ásamt

Sorpurðun Vesturlands hf. 10 ára.

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Sorpurðun Vesturlands hf. hefur nú starfað í 10 ár en það var í byrjun desember árið 1999 sem þáverandi umhverfisráðherra Siv Friðleifsdóttir opnaði staðinn formlega fyrir mótttöku sorps. Í heildina hafa tæp 100.000 tonn verið urðuð í Fíflholtum frá upphafi. Ber árið 2006 þar hæst en þá voru urðuð 12.898 tonn en var það metár í sorpmagni á einu ári. Reynsla móttökustaða fyrir sorp sýna að beint samband er á