Landstólpinn – Samfélagsviðurkenning Byggðastofnunar

Samtök Sveitarfélaga á Vesturlandi Fréttir

Byggðastofnun hefur ákveðið að veita árlega viðurkenningu á ársfundi sínum og verður það gert í fyrsta sinn á ársfundinum þann 25. maí n.k. sem haldinn verður í Vestmannaeyjum. Það er von okkar að slíkur viðburður gefi jákvæða mynd af landsbyggðinni og af starfi stofnunarinnar. Viðurkenningin er hvatning og einskonar bjartsýnisverðlaun, því hugmynd að baki er að efla skapandi hugsun og bjartsýni.

Frumkvöðull Vesturlands

Samtök Sveitarfélaga á Vesturlandi Fréttir

SSV-Þróun og ráðgjöf hefur um árabil staðið fyrir tilnefningu á Frumkvöðli Vesturlands. Þar hafa verið tilnefnd fyrirtæki, einstaklingar og samtök sem þykja hafa sýnt frumkvæði í þróun vöru, þjónustu eða viðburða fyrir landshlutann. Í ljósi breyttra efnahagslegra forsenda hefur verið ákveðið taka upp samstarf við Vaxtarsamning Vesturlands og veita peningaverðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin í keppninni. Hér til hliðar er hnappur sem vísar á eyðublað fyrir tilnefningu.

Undirritun Menningarsamnings í Ráðherrabústaðnum við Tjörnina

Samtök Sveitarfélaga á Vesturlandi Fréttir

Þann 15. apríl sl. var undirritaður, og þar með endurnýjaður, menningarsamningur milli iðnaðar- og menningarráðuneytis og Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi fyrir hönd sveitarfélaganna á sama svæði. Boðuðu ráðherrar ráðuneytanna alla fulltrúa landshlutasamtaka og menningarráða á landinu í Ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu þar sem undirritun fór fram við hátíðlega athöfn.

Kristinn Jónasson nýkjörinn formaður Sorpurðunar Vesturlands hf.

Samtök Sveitarfélaga á Vesturlandi Fréttir

Á fundi stjórnar Sorpurðunar Vesturlands hf. sem haldinn var föstudaginn 1. apríl var Kristinn Jónasson, bæjarstjóri í Snæfellsbæ kosinn formaður stjórnar og Bergur Þorgeirsson, Borgarbyggð, varaformaður. Ný stjórn var kosin á aðalfundi félagsins þann 11. mars sl. og gengu þar 5 stjórnarmenn úr stjórn, flestir eftir margra ára stjórnarsetu. Nýir stjórnarmenn eru:

Kynningarfundir – Ný skipulagslög, ný mannvirkjalög og drög að nýjum reglugerðum

Samtök Sveitarfélaga á Vesturlandi Fréttir

Efnt er til kynningarfunda þar sem fulltrúar Skipulagsstofnunar, Mannvirkjastofnunar og umhverfisráðuneytisins kynna ný skipulagslög og ný mannvirkjalög sem tóku gildi 1. janúar s.l. og jafnframt drög að nýjum reglugerðum.Þessi nýju lög varða hagsmuni sveitarfélaga, fyrirtækja, stofnana, félagasamtaka og almennings og verða fundirnir opnir öllum sem áhuga hafa á því að kynna sér þennan málaflokk. Að kynningu lokinni verða umræður og munu fulltrúar frá Skipulagsstofnunar, Mannvirkjastofnunar og umhverfisráðuneytisins svara fyrirspurnum frá

Búsetuskilyrði á Vesturlandi

Samtök Sveitarfélaga á Vesturlandi Fréttir

Vestlendingar eru almennt ánægðir með búsetuskilyrði nema þegar kemur að þáttum sem tengjast vinnumarkaði og framfærslukostnaði. Þetta kemur fram í nýútgefinni skýrslu um niðurstöður íbúakönnunar SSV, en megintilgangur hennar er að kanna hvort íbúar á Vesturlandi séu ánægðir með búsetuskilyrði á svæðinu. Þá var einnig reynt að varpa ljósi á hvort fátækt eða fjárhagsvandi væri vandamál meðal Vestlendinga. Frekari upplýsingar er að finna í skýrslunni.

Aðalfundur Sorpurðunar Vesturlands

Samtök Sveitarfélaga á Vesturlandi Fréttir

Aðalfundur Sorpurðunar Vesturlands verður haldinn föstudaginn 11. mars 2011, kl. 13:30 á Hótel Hamri. Dagskráin auglýst síðar.

Hagvísir: Vinnumarkaður á Vesturlandi

Samtök Sveitarfélaga á Vesturlandi Fréttir

Samtök sveitarfélaga hafa gefið út Hagvísi um vinnumarkaðinn á Vesturlandi eftir Vífil Karlsson. Þar er einkum horft til þess hvort menntun hafi áhrif á tekjumyndun á Vesturlandi, þ.e. hvort hún sé metin að verðleikum á vinnumarkaði Vesturlands. Gerð var tilraun til að meta arðsemi menntunar og niðurstöður bornar saman við niðurstöður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands á sambærilegum útreikningum. Hagvísinn má sjá hér.

Styrkir til atvinnumála kvenna

Samtök Sveitarfélaga á Vesturlandi Fréttir

Þann 15.janúar var opnað fyrir umsóknir um styrki til atvinnumála kvenna. (Sjá auglýsingu) Ráðherra velferðarmála veitir styrkina, sem veittir hafa verið ár hvert síðan 1991, en umsjón með styrkveitingum hefur ráðgjafi Vinnumálastofnunar á Sauðárkróki. Konur sem hafa góðar viðskiptahugmyndir eða reka fyrirtæki og eru að þróa nýjar vörur eða þjónustu, geta sótt um styrki sem geta numið allt að 2 milljónum króna. Fyrirtækið/verkefnið þarf að vera í eigu konu/kvenna amk

Vaxtarsprotar á Vesturlandi: 17 Vaxtarsprotar bætast í hópinn

Samtök Sveitarfélaga á Vesturlandi Fréttir

Hópur fólks á Vesturlandi hefur á undanförnum mánuðum tekið þátt í verkefninu Vaxtarsprotum. Þátttakendur vinna allir að ákveðnum viðfangsefnum sem lúta að atvinnusköpun í heimabyggð. Um er að ræða fjölbreytt viðfangsefni m.a. á sviði iðnaðar og ferðaþjónustu. Vaxtarsprotar er stuðningsverkefni sem hefur það að markmiði að hvetja og styðja við fjölbreytta atvinnusköpun í sveitum landsins. Verkefnið, sem er á vegum Impru á Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Framleiðnisjóðs landbúnaðarins, hóf göngu sína