Opinn kynningarfundur

Samtök Sveitarfélaga á Vesturlandi Fréttir

Ifor Flowcx-Williams, forstjóri, Cluster Navigator og alþjóðlegur ráðfjafi, mun halda fyrirlestur um alþjóðavæðingu, samkeppnishæfni og klasa. Ifor mun fjalla um alþjóðleg verkefni á sviði klasa og hvernig einstaklingar, íslenskt atvinnulíf og opinberir aðilar geta nýtt sér alþjóðlegar nýjungar og áherslur á þessu sviði. Ifor hefur m.a unnið fyrir fjölda landa OECD, Alþjóðabankann o.fl. Fundurinn verður haldinn þann 12 maí á Garðakaffi, Byggðasafninu á Görðum, Akranesi. Fundurinn er frá kl 11.00

Tilnefning frumkvöðuls ársins 2005

Samtök Sveitarfélaga á Vesturlandi Fréttir

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi óskuðu eftir tilnefningum um einstaklinga sem eru þess verðir að hljóta sæmdarheitið frumkvöðull ársins 2005 á Vesturlandi. Mikið af tilnefningum bárust og mun niðurstaða dómnefndarinnar verða kynnt á næstunni

Úthlutun styrkja til menningarstarfs á Vesturlandi

Samtök Sveitarfélaga á Vesturlandi Fréttir

Laugardaginn 13. maí mun Menningarráð Vesturlands úthluta styrkjum til menningarstarfs á Vesturlandi. Athöfnin fer fram í húsnæði Landnámsseturs í Borgarnesi að viðstöddum boðsgestum. Viðstödd athöfnina verða Menntmálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Samgönguráðherra, Sturla Böðvarsson. Styrkhöfum verða á næstu dögum sendar nánari upplýsingar um úthlutunina og afhendingu styrkja.

Veðurathugunarstöðin í Fíflholtum er komin í gagnið

Samtök Sveitarfélaga á Vesturlandi Fréttir

Að FíflholtumVeðurathugunarstöðin í Fíflholtum er nú komin í gagnið og eru upplýsingar farnar að birtast reglulega á heimasíðu veðurstofunnar. Á meðfylgjandi slóð má sjá sjálfvirkar veðurathuganir sl. vikuna. http://www.vedur.is/athuganir/sjalfvirkar/fiflh/

NORA auglýsir eftir umsóknum um styrki.

Samtök Sveitarfélaga á Vesturlandi Fréttir

Nora auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki til samstarfsverkefna á milli Íslands og hinna NORA landanna, þ.e. Grænlands, Færeyja og Noregs. Nora veitir árlega styrki til verkefna sem stuðla að auknu samstarfi og yfirfærslu þekkingar í atvinnulífi á milli landanna nokkrum sviðum eins og: Auðlindir sjávar, ferðamál, upplýsingatækni og annað samstarf

Vinnumálastofnun/ Félagasmálaráðuneyti auglýsir styrki til atvinnumála kvenna.

Samtök Sveitarfélaga á Vesturlandi Fréttir

Gengur þú með viðskiptahugmynd í maganum ? Vinnumálastofnun/Félagsmálaráðuneyti auglýsir styrki til atvinnumála kvenna. Umsóknarfrestur er til 20 mars 2006 og eru til úthlutunar 25 milljónir króna. Upplýsingar veitir Líney Árnadóttir, í síma 455 4200 eða á netfanginu liney.arnadottir@svm.is Sjá nánar : http://www.vinnumalastofnun.is/atvinnumal-kvenna/styrkir-til-atvinnumala-kvenna/

Veðurathugunarstöð við Fíflholt

Samtök Sveitarfélaga á Vesturlandi Fréttir

Þjónustusamningur milli Veðurstofu Íslands og Sorpurðunar Vesturlands hf. um rekstur veðurstöðvar í Fíflholtum. Sorpurðun Vesturlands hf. og Veðurstofa Íslands hafa gert með sér samning um sameiginlega kostun á uppsetningu og rekstur veðurathugunarstöðvar í Fíflholtum. Veðurstofan sér um rekstur, eftirlit og viðhald sjálfvirkrar veðurathugunarstöðvar við sorpurðunarstöðina í landi Fíflholta og er stefnt að því að hún verði komin í gagnið eigi síðar en 1. mars 2006.

Undirritun menningarsamnings.

Samtök Sveitarfélaga á Vesturlandi Fréttir

Á aðalfundi SSV sem haldinn var í Hótel Glymi á Hvalfjarðarströnd 28. október sl. var undirritaður menningarsmaningur milli menntamálaráðuneytis og samgönguráðuneytis annars vegar og Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi hins vegar. Var um að ræða mikinn gleðidag fyrir sveitarstjórnarmenn og aðstandendur menningarmála því unnið hefur verið að menningarsamningi í nokkur ár.

Stjórn SSV ályktar um Sundabraut

Samtök Sveitarfélaga á Vesturlandi Fréttir

Stjórn Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi fagnar þeirri ákvörðun ríkisstjórnar Íslands að verja hluta af söluandvirði Símans til samgöngumála. Einkum fagnar stjórn SSV þeirri ákvörðun að leggja skuli 8 milljarða í uppbyggingu Sundabrautar en minnir jafnframt á mikilvægi þess fyrir Vestlendinga að Sundabraut verði lögð alla leið upp á Kjalarnes.

Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi

Samtök Sveitarfélaga á Vesturlandi Fréttir

Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi verður haldinn á Hótel Glymi á Hvalfjarðarströnd föstudaginn 28. október 2005 og hefst kl. 10 Dagskrá fundarins verður birt fljótlega.