Rósa Gréta ráðin til Markaðsstofu Vesturlands

SSVFréttir

Rósa Gréta Ívarsdóttir hefur verið ráðin forstöðukona Markaðsstofu Vesturlands, en hún mun taka við starfinu af Kristjáni Guðmundssyni sem hefur verið ráðinn markaðsstjóri Ferðaþjónustunnar á Húsafelli.  Rósa var valin úr hópi 30 umsækjenda og mun hún hefja störf 1 apríl n.k.

Rósa er 35 ára gömul og fædd og uppalin á Vesturlandi.  Hún útskrifaðist sem viðskiptafræðingur árið 2009 og stundar nú mastersnám í verkefnastjórnun.  Hún hefur um árabil starfað við ferðaþjónustu, fyrst í söludeild hjá Centerhótels og síðar í söludeild hjá Iceland excursions, en frá árinu 2014 hefur hún starfað sem ferðahönnuður hjá Iceland encounter.

Um leið og Rósa er boðin velkomin til starfa eru Kristjáni Guðmundssyni þökkuð góð störf og ánægjulegt samstarf.