Ársskýrsla DalaAuðs er komin út

SSVFréttir

  Verkefnið DalaAuður er samstarfsverkefni SSV, Byggðastofnunar og Dalabyggðar. Verkefnið hófst í mars 2022. Markmið verkefnisins voru samþykkt á íbúafundi í ágúst sama ár og settur fram tímasettur verkefnalisti. Í ársskýrslunni má m.a. sjá framgang verkefnanna og yfirlit yfir styrkþega Frumkvæðissjóðs frá árinu 2022. Ársskýrsluna má nálgast á vef Byggðastofnunar  

Aðalfundur SSV fer fram 22. mars

SSVFréttir

Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi fer fram á Hótel Hamri, Borgarnesi miðvikudaginn 22. mars 2023.  Sama dag verða einnig aðalfundir Starfsendurhæfingar Vesturlands, Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands, Heilbrigðisnefndar Vesturlands og Sorpurðunar Vesturlands.  Dagskrá miðvikudaginn 22. mars verður sem hér segir:  Kl.09:30 Aðalfundur Starfsendurhæfingar Vesturlands  Kl.10:15 Aðalfundur Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands  Kl.11:15 Aðalfundur Heilbrigðisnefndar Vesturlands  Kl.12:15 Hádegisverður  Kl.13:00 Aðalfundur Sorpurðunar Vesturlands  Kl.14:00 Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á …

Minnisblað um ráðstöfun dýraleifa

SSVFréttir

Ráðstöfun dýraleifa (eða aukaafurða dýra) hefur lengi verið eitt helsta vandamálið í úrgangsstjórnun á Íslandi, en með dýraleifum er átt við sláturúrgang, dýrahræ og hvers konar úrgang annan sem til fellur vegna meðhöndlunar eða úrvinnslu dýraafurða. Stefán Gíslason hjá Environice hefur unnið minnisblað fyrir Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi og er það aðgengilegt á þessari slóð: Minnisblað um ráðstöfun dýraleifa  

Júlíana – hátíð sögu og bóka haldin í tíunda sinn

SSVFréttir

Dagana 23.-25. mars verður blásið til listahátíðar í Stykkishólmi, en þá fer fram  Júlíana – hátíð sögu og bóka.  Að þessu sinni verður mikið um dýrðir en hátíðin fagnar tíu ára afmælishátíð, en hún var stofnuð árið 2013. Yfirskrift hátíðarinnar í ár er „Nýir Íslendingar: Áhrif þeirra í skrifum og listum“. Það er mjög viðeigandi í ljósi þess að við …

AUKIN HÆFNI STARFSFÓLKS – FJÁRSJÓÐUR Í FERÐAÞJÓNUSTU Á VESTURLANDI

SSVFréttir

Markaðsstofa Vesturlands, Hæfnisetur ferðaþjónustunnar og Saf  bjóða uppá opinn fund í Hjálmakletti (Menntaskóla Borgarfjarðar) miðvikudaginn 8. mars. kl. 10.00 Ýmsir athyglisverðir fyrirlesarar verða með erindi og kynningu m.a. Ágúst Elvar Bjarnason, Samtök ferðaþjónustunnar Margrét Wendt og Valdís A. Steingrímsdóttir, Hæfnisetur  ferðaþjónustunnar Helga Margrét Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri Landnámsseturs Íslands Skráning og nánari upplýsingar um dagskrána má finna hér: https://haefni.is/skraning-vesturland/

Opið er fyrir umsóknir í Lóu – nýsköpunarstyrkir fyrir landsbyggðina

SSVFréttir

Í dag 2. mars opnaði fyrir umsóknir í Lóu sem styrkir nýsköpun á landsbyggðinni. Áherslur Lóu nýsköpunarstyrkja árið 2023 eru verkefni sem komin eru af byrjunarstigi og tengjast samfélagslegum áskorunum á borð við loftslagsmál, sjálfbærni í heilbrigðis- og menntamálum og sjálfbærni í matvælaframleiðslu. Umsóknarfrestur er til 27. mars 2023. Kynnið ykkur allt málið á:  LÓA

Menningarmót á Bifröst

SSVFréttir

Þann 11. mars næstkomandi verður blásið til mannamóts aðila sem sinna menningarstarfi á Vesturlandi með einum eða öðrum hætti. Þar skapast gullið tækifæri til að skapa öflugt tengslanet fólks í listum, skapandi greinum og þeim fjölmörgu öngum menningarstarfs í landshlutanum. Hittingurinn er hluti af In Situ verkefninu sem er evrópskt rannsóknarverkefni þar sem Háskólinn á Bifröst er þátttakandi að, og …

Opið fyrir umsóknir í Frumkvæðissjóð DalaAuðs

SSVFréttir

Auglýst er eftir umsóknum um styrki til verkefna í tengslum við verkefnið „DalaAuð“ fyrir árið 2023. DalaAuður er samstarfsverkefni Byggðastofnunar, Dalabyggðar og Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi og er undir hatti brothættra byggða. Umsóknarfrestur er til kl. 12:00 á hádegi föstudaginn 31. mars 2023. Styrkhæf verkefni eru rannsóknar-, þróunar- og nýsköpunarverkefni í Dalabyggð eða samfélagseflandi verkefni önnur en þau sem teljast …