Ný búgrein í Dalabyggð

SSVFréttir

Þriðjudaginn 11. apríl s.l. undirrituðu bændur á Miðskógi í Dölum og Reykjagarður hf. samstarfssamning um uppbyggingu kjúklingaeldis í Dalabyggð.

Markmiðið er að auka fjölbreytni í atvinnulífi Dalanna til framtíðar og styðja við þann öfluga landbúnað sem þegar er stundaður á svæðinu. Fyrst um sinn munu bændur byggja eldishús fyrir u.þ.b. 13.000 kjúklinga og mun Reykjagarður leigja af þeim húsið og kaupa þjónustu við
eldið. Gert er ráð fyrir að ársframleiðslan geti numið allt að 180 tonnum og að starfsemi hefjist í lok þessa árs.

Sveitarstjóri Dalabyggðar, Björn Bjarki Þorsteinsson, sagði við undirritun samningsins að það væri fagnaðarefni að fá aukna fjölbreytni í atvinnu- og landbúnaðarflóruna í Dalabyggð.

Fréttina í heild má lesa inná dalir.is