Ferðakaupstefnan Mannamót Markaðsstofa landshlutanna

SSV Fréttir

Ferðakaupstefnan Mannamót Markaðsstofa landshlutanna snýr aftur í janúar. Viðburðurinn hefur skipað sér sess sem einn sá allra mikilvægasti í íslenskri ferðaþjónustu. Þar gefst samstarfsfyrirtækjum markaðsstofanna í öllum landshlutum tækifæri til að kynna sig fyrir fólki í ferðaþjónustu sem starfar á höfuðborgarsvæðinu og jafnvel koma á nýjum viðskiptasamböndum. Árið 2021 var Mannamóti frestað vegna heimsfaraldurs Covid-19, eins og svo mörgum öðrum …

Starf án staðsetningar: Starf lögfræðings laust til umsóknar

SSV Fréttir

Samband íslenskra sveitarfélaga hyggst ráða tímabundið lögfræðing á lögfræði- og velferðarsviði. Lögfræðingar sambandsins koma fram fyrir þess hönd við undirbúning lagafrumvarpa og stjórnvaldsfyrirmæla sem varða sveitarfélögin og vinna að upplýsingagjöf, ráðgjöf og fræðslu til sveitarfélaga. Lögfræðingurinn mun starfa ásamt öðrum lögfræðingum og sérfræðingum sviðsins að margþættum og síbreytilegum verkefnum, sem geta meðal annars varðað málefni félagsþjónustu, húsnæðismál og skipulags- og …

Söguskilti afhjúpað við Hallgrímskirkju í Saurbæ

SSV Fréttir

Miðvikudaginn 27. október sl., á Hallgrímsmessu, var afhjúpað söguskilti við Hallgrímskirkju í Saurbæ.  Á skiltinu er farið yfir sögu Hallgrímskirkju, Hallgríms Péturssonar og Guðríðar Símonardóttur.  Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar flutti ávarp og að því loknu afhjúpaði biskup Íslands sr. Agnes M. Sigurðardóttir söguskiltið og kór Saurbæjarprestakalls söng.   Að því loknu var stund í kirkjunni sem sr. Þráinn Haraldsson stjórnaði. Sr. …

Vestlendingar vinna viðskiptaáætlanir

SSV Fréttir

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) settu af stað verkefni haustið 2020 í samstarfi við Pál Kr. Pálsson ráðgjafa og fyrirtæki hans Skyggni ehf. um gerð viðskiptaáætlana.  Auglýst var eftir áhugasömum fyrirtækjum og einstaklingum og sóttu 14 aðilar um.  Ákveðið var að velja 5 umsóknir til frekari vinnu og fengu þær allar styrk að upphæð 500 þúsund til að vinna  viðskiptaáætlanir …

Smáframleiðendur matvæla sameinast í Matsjánni

SSV Fréttir

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Matsjána, verkefni sem er ætlað smáframleiðendum matvæla sem vilja efla leiðtogafærni sína, öðlast aukna getu til að þróa vörur og þjónustu og efla tengslanetið sitt í greininni. Matsjáin fer fram á 14 vikna tímabili frá 6. janúar til 7. apríl og samanstendur af sjö lotum með heimafundum/jafningjaráðgjöf, fræðslu og erindum, verkefnavinnu og ráðgjöf. Verkefnið …

Northern Wave International Film Festival um helgina

SSV Fréttir

Þrettánda kvikmyndahátíðin Northern Wave verður sett í Rifi um helgina. Mikið er um dýrðir en aflýsa þurfti hátíðinni í fyrra vegna heimsfaraldar. Í tilefni hátíðarinnar verða tvennir tónleikar föstudags- og laugardagskvöld í Frystiklefanum í Rifi, en það eru tónleikar með VÖK og Reykjavíkurdætrum. Hluti af Northern Wave er verkefnið „Norrænar stelpur skjóta“ en þar koma saman konur frá öllum norðurlöndunum …

Matarhátíð & Veisla á Vesturlandi í nóvember 2021

SSV Fréttir

Veisla á Vesturlandi verður haldin hátíðleg allan næstkomandi nóvember mánuð. Þá verður einnig haldin Matarhátíð á Hvanneyri þann 13. nóvember en dagskrá þess viðburðar verður auglýst þegar nær dregur. Allar upplýsingar um Matarhátíð og Veislu á Vesturlandi má nú nálgast á nýrri vefsíðu, www.matarhatid.is . Síðast var haldin Veisla á Vesturlandi árið 2019 og hlaut viðburðurinn mikið lof enda alltaf …

Uppbyggingarsjóður Vesturlands hefur opnað fyrir umsóknir

SSV Fréttir

OPNAÐ HEFUR VERIÐ FYRIR UMSÓKNIR Í UPPBYGGINGARSJÓÐ VESTURLANDS ÚTHLUTUN JANÚAR 2022 Tilgangur Uppbyggingarsjóðs er að styrkja annars vegar menningarverkefni og hinsvegar atvinnu- og nýsköpunarverkefni á Vesturlandi. Sjóðurinn er samkeppnissjóður og eru umsóknir metnar út frá þeim markmiðum og áherslum sem koma fram í Sóknaráætlun Vesturlands.      -Styrkir til atvinnuþróunar og nýsköpunar      -Verkefnastyrkir til menningarmála      -Stofn- …

Námskeið fyrir starfsfólk í öldrunarþjónustu

SSV Fréttir

Símenntunarmiðstöð Vesturlands vekur athygli á áhugaverðum vefnámskeiðum fyrir starfsfólk í öldrunarþjónustu á Vesturlandi.  Það er annars vegar „Næring aldraðra“ þar sem næringarfræðingarnir Ólöf Helga Jónsdóttir og Margrét Þóra Jónsdóttir sjá um. Þar verður meðal annars farið yfir ráðleggingar í matarræði eldri borgara auk rætt um hvaða áhrif vannæring hefur á andlegri og líkamlegri vellíðan fólks á efri árum. Hins vegar …

Aðfluttir umfram brottflutta

Vífill Fréttir

Ný Glefsa kom út í dag og þar er fjallað um nýjar tölur um aðflutta umfram brottflutta á Vesturlandi. Þar virðist þróunin fara versnandi á Vesturlandi eftir nokkur góð ár. Þróunin er skoðuð frá 1986 til 2020 í þessari Glefsu fyrir Vesturland í heild borið saman við Suðurland og Suðurnes. Einnig er hvert sveitarfélag Vesturlands skoðað. Hér má nálgast Glefsuna. …