Föstudaginn 24. janúar fór fram útlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs Vesturlands í Grundarfirði. Úthluað var tæplega 48,5 mkr. og hlutu 68 verkefni styrk. Þetta var fyrri útlutun ársins og endurspeglar áframhaldandi stuðning sjóðsins við nýsköpun, atvinnuþróun og menningu á Vesturlandi. Alls bárust 111 umsóknir í þessari útlutun, sem sýnir þann mikla áhuga á stuðningi við framfarir og þróun í landshlutanum. Verkefnin sem …
Auglýst eftir fjárfestum – Uppbygging atvinnuhúsnæðis í Búðardal
Fjárfestingafélagið Hvammur ehf. í samstarfi við Byggðastofnun og sveitarfélagið Dalabyggð leitar eftir fjárfestum vegna byggingar atvinnuhúsnæðis í Búðardal. Byggðastofnun og Dalabyggð hafa undirritað viljayfirlýsingu þess efnis að Byggðastofnun muni leggja til fjármagn í verkefnið, allt að 150 milljónir króna, og Dalabyggð muni leggja til lóð, teikningar, gatnagerð og lagnir að lóð þar sem atvinnuhúsnæði mun rísa. Um er að ræða …
Helga atvinnuráðgjafi í Grundarfirði og Stykkishólmi
Helga verður í Grundarfirði frá kl.10-12 í Samvinnurýminu Grundargötu 30 og í Stykkishólmi frá kl.13-15 í Ráðhúsinu. hægt er að senda fyrirspurn á helga@ssv.is
Forvitnir frumkvöðlar fóru vel af stað
Á þriðjudag fór fram fyrsti fyrirlestur á vegum Forvitinna frumkvöðla, en það er heiti fyrirlestraraðar á vegum landshlutasamtakanna á Íslandi: Austurbrúar, SASS, SSNE, SSNV, SSS, SSV og Vestfjarðarstofu. Það var Arnar Sigurðsson sem reið á vaðið og fjallaði fyrirlestur hans um frumkvöðlaferlið, sem er vel við hæfi til að setja tóninn fyrir framhaldið hjá þeim fjölmörgu gerðum frumkvöðla sem fyrirfinnast …
Viðvera menningarfulltrúa
Sigursteinn verður á ferðinni um landshlutann í janúar!
Fræðsluhádegi landshlutasamtakanna
Arnar Sigurðsson hjá samfélagslegu tilraunstofunni Austan mána ríður á vaðið í fyrirlestraröðinni Forvitnir frumkvöðlar og fjallar hann um frumkvöðlaferlið. Arnar er flestum hnútum kunnugur á því sviði, er bæði frumkvöðull sjálfur, jafnframt því sem hann hefur aðstoðað fjölda fólks við að koma verkefnum sínum á koppinn. Arnar hefur lengi verið virkur þátttakandi í nýsköpunarumhverfi Íslands, til að mynda sem fyrirlesari, ráðgjafi og …
Aukaíbúðir á Vesturlandi
Í dag kom út nýr Hagvísir Vesturlands og fjallar hann um aukaíbúðir á Vesturlandi. Aukaíbúð er íbúð í eigu aðila sem er búsettur í annarri íbúð. Heildarfjöldi íbúða í landinu var 157.551 í september 2024 og hafði fjölgað um 19% frá 2017. Aukaíbúðir voru 50.229 á sama tíma og hafði fjölgað um 11.781 eða 31% frá 2017 og voru þá …
Atvinnusókn Vestlendinga
Í dag kom út ný Glefsa. Þar er farið yfir svör nokkurra spurninga úr Íbúakönnun landshlutanna sem tengjast atvinnusókn Vestlendinga. Þetta voru spurningarnar 1) Í hvaða sveitarfélagi starfar þú / er starfsstöð þín? 2) Að hvað miklu leyti hefur þú val um að sinna starfi þínu hvar sem er og að kalla megi þitt starf óstaðbundið? Fram kemur m.a. að …
Skrifstofa SSV er lokuð 23.- 27. desember
Skrifstofa SSV er lokuð vikuna 23.-27. desember. Gleðilega hátíð Starfsfólk SSV