Skýrsla Vífils Karlssonar ,,Margur er knár þó hann sé smár“

SSV Fréttir

Í dag fór skýrslan „Margur er knár þó hann sé smár“ eftir Vífil Karlsson á heimasíðu SSV. Í henni er útskýrð ítrekuð óvenju ólík útkoma úr íbúakönnun landshlutanna þar sem borin voru saman nokkuð sambærileg fámenn landsvæði eins og Dala- og V-Húnavatnsýslur en V-Hún hefur komið mjög vel út úr könnuninni. Í reynd var þetta tilraun til að skoða hvort …

Móttaka skemmtiferðaskipa og farþega á Snæfellsnesi

SSV Fréttir

Áfanga- og markaðssvið SSV er þessa dagana og næstu vikur að vinna að verkefni sem felur í sér að vinna með heimafólki að gerð staðbundinna leiðbeininga fyrir skemmtiferðaskip og skipafarþega á Snæfellsnesi. Verkefnið er unnið í samvinnu við Sveitarfélagið Stykkishólm, Grundarfjarðarbæ, Snæfellsbæ, Þjóðgarðinn Snæfellsjökul, Svæðisgarðinn Snæfellsnes og AECO (The Association of Arctic Expedition Cruise Operators. Að auki kemur Sigurborg Kr. …

Listahátíðir á Vesturlandi 2024 – Open Call

SSV Fréttir

Athugið breyttan umsóknarfrest, 14. apríl Ertu með hugmynd að spennandi listahátíðum á Vesturlandi? Við köllum eftir hugmyndum af hátíðum á svæðum á Vesturlandi þar sem listahátíðir eru alla jafna ekki að fara fram og uppfylla skilyrði sem sett eru fram verkefninu. „Listahátíðir á Vesturlandi“ er hluti af áhersluverkefninu „Menningargróska“ og er sett fram til að efla framboð á faglegum listahátíðum …

Nýir starfsmenn hjá SSV

SSV Fréttir

Í síðustu viku voru ráðnir tveir nýir starfsmenn til starfa SSV, en ráðningarferlið var unnið með Hagvangi. Hrafnhildur Tryggvadóttir var ráðin í starf atvinnuráðgjafa, en 12 umsóknir bárust um starfið.   Hrafnhildur er með BSc próf í náttúruvísindum og umhverfisfræði frá LBHÍ og master í forustu og stjórnun með áherslu á verkefnastjórnun frá Háskólanum á Bifröst.  Hún starfaði í 9 ár …

Eyrarrósin 2023

SSV Fréttir

Fréttatilkynning frá Listahátíð í Reykjavík, Byggðastofnun og Icelandair 15. mars 2023 Hver hlýtur Eyrarrósina 2023? Auglýst eftir tilnefningum um framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni   Í átjánda sinn auglýsa Listahátíð í Reykjavík, Byggðastofnun og Icelandair nú eftir umsóknum um Eyrarrósina. Viðurkenningin er veitt framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni sem hefur fest sig í sessi. Umsóknarfrestur er til kl. 16:00 miðvikudaginn 13. apríl. …

Ársskýrsla DalaAuðs er komin út

SSV Fréttir

  Verkefnið DalaAuður er samstarfsverkefni SSV, Byggðastofnunar og Dalabyggðar. Verkefnið hófst í mars 2022. Markmið verkefnisins voru samþykkt á íbúafundi í ágúst sama ár og settur fram tímasettur verkefnalisti. Í ársskýrslunni má m.a. sjá framgang verkefnanna og yfirlit yfir styrkþega Frumkvæðissjóðs frá árinu 2022. Ársskýrsluna má nálgast á vef Byggðastofnunar  

Aðalfundur SSV fer fram 22. mars

SSV Fréttir

Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi fer fram á Hótel Hamri, Borgarnesi miðvikudaginn 22. mars 2023.  Sama dag verða einnig aðalfundir Starfsendurhæfingar Vesturlands, Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands, Heilbrigðisnefndar Vesturlands og Sorpurðunar Vesturlands.  Dagskrá miðvikudaginn 22. mars verður sem hér segir:  Kl.09:30 Aðalfundur Starfsendurhæfingar Vesturlands  Kl.10:15 Aðalfundur Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands  Kl.11:15 Aðalfundur Heilbrigðisnefndar Vesturlands  Kl.12:15 Hádegisverður  Kl.13:00 Aðalfundur Sorpurðunar Vesturlands  Kl.14:00 Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á …

Minnisblað um ráðstöfun dýraleifa

SSV Fréttir

Ráðstöfun dýraleifa (eða aukaafurða dýra) hefur lengi verið eitt helsta vandamálið í úrgangsstjórnun á Íslandi, en með dýraleifum er átt við sláturúrgang, dýrahræ og hvers konar úrgang annan sem til fellur vegna meðhöndlunar eða úrvinnslu dýraafurða. Stefán Gíslason hjá Environice hefur unnið minnisblað fyrir Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi og er það aðgengilegt á þessari slóð: Minnisblað um ráðstöfun dýraleifa