Nýr hlaðvarpsþáttur komin í loftið – Þróunarfélag Grundartanga: Óli Adolfs segir frá

SSV Fréttir

Nýr þáttur af Hlaðvarpi SSV – Vesturland í sókn fór í loftið í dag og í þetta skiptið settist Vífill Karlsson, hagfræðingur og atvinnuráðgjafi hjá SSV, niður með Ólafi Adolfssyni apótekara og stjórnarformanni Þróunarfélags Grundartanga. Þeir félagar eiga það sameiginlegt að vera Ólsarar og ræddu þeir helstu verkefni á könnu Þróunarfélagsins, endurnýtanlega orkugjafa, rekstur apóteka og lífið í Ólafsvík. Mikill …

LISTIR – Pallborðsumræður í beinu streymi í kvöld

SSV Fréttir

Og áfram höldum við! Í kvöld er komið að umræðum um annan hluta menningarstefnu Vesturlands. Pallborðið verður í beinu streymi í kvöld á milli 20:00 og 21:00. Fjórir flottir Vestlendingar með farsælan feril á sviði listgreina ræða um listir: -Ingibjörg Halldórsdóttir, kvikmyndagerðarmaður og einn stofnandi IceDocs heimildamyndahátíðarinnar á Akranesi -Reynir Hauksson, flamenco tónlistarmaður -Þóra Sigurðardóttir, keramiklistamaður og staðarhaldari að Nýp á …

Menningaruppeldi – Pallborðsumræður í beinu streymi í kvöld

SSV Fréttir

Kæru Vestlendingar, Það er komið að því!  Fyrsta pallborðið verður í beinu streymi í kvöld á milli 20:00 og 21:00. Fjórar öflugar konur af sviði kennslu og ráðgjafar á Vesturlandi ræða um menningaruppeldi: Jónína Erna Arnardóttir (skólastjóri Tónlistarskóla Akraness) Anna Sigríður Guðbrandsdóttir (myndmenntakennari) Signý Óskarsdóttir (stofnandi og ráðgjafi hjá Creatrix) Eygló Bára Jónsdóttir (kennari og fulltrúi í menningarnefnd Grundarfjarðarbæjar) Sigursteinn …

Mikil ánægja með Hæfnihringi

SSV Fréttir

Á dögunum lauk Hæfnihringjum, samstarfsverkefni landshlutasamtaka/atvinnuþróunarfélaga, sem snýr að stuðningi fyrir konur í fyrirtækjarekstri á landsbyggðinni. Hæfnihringirnir fóru af stað í byrjun febrúar og stóðu yfir í 5-6 vikur. Alls voru 40 konur skráðar um land allt. Konunum var skipt upp í 6 hópa og fóru þeir fram á netinu í gegnum forritið Zoom. Verkefnið er byggt á evrópuverkefninu FREE, …

Netkynning á samstarfsaðild við Markaðsstofu Vesturlands

SSV Fréttir

Þriðjudaginn 30. mars milli kl. 10:00 og 10:30 standa Áfangastaðastofa og Markaðsstofa Vesturlands fyrir netkynningu um samtal og samráð hagaðila í ferðaþjónustu á Vesturlandi og hvað samstarfsaðild við Markaðsstofu Vesturlands felur í sér. Allar nánari upplýsingar um netkynninguna má finna á Facebook viðburðinum  en þar má einnig nálgast slóð inn á streymið þegar nær dregur.

Latibær í Borgarnesi – Hlaðvarpsþáttur vikunnar er komin í loftið

SSV Fréttir

Í þætti vikunnar fékk Thelma til sín Helgu Halldórssdóttur, einn forsvarsmanna uppbyggingu upplifunargarðs í anda Latabæjar í Borgarnesi. Magnús Scheving, sem einnig er tengdur verkefninu, gaf leikmuni Latabæjar til varðveislu í Borgarnesi en sjálfur á hann þar rætur og byggir Latibær og persónur hans að einhverju leyti á Borgarnesi. Helga segir okkur frá þróun verkefnisins og þá aðstoð sem þau …

Menningarstefna Vesturlands 2021-2025 í mótun

SSV Fréttir

Vinna við mótun menningarstefnu Vesturlands 2021-2025 er nú í fullum gangi. Verkefnið er á vegum Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) en sérstakt fagráð, samsett af aðilum tilnefndum af sveitarfélögunum á Vesturlandi, auk fjögurra fagaðila úr menningartengdum atvinnugreinum hefur verið skipað til að stýra stefnumótuninni. Til viðbótar við þann hóp hefur öflugum aðilum sem starfa á sviði list- og menningargreina á …

Spennandi hlaðvörp á Vesturlandi

SSV Fréttir

Vinsældir hlaðvarpa hafa farið vaxandi að undanförnu og skal engan undra. Hlaðvörpin eru frábær aðferð til að bæði njóta og miðla skemmtun, fróðleik og upplýsingum til áheyrenda í gegnum snjalltækin. Á Vesturlandi eru starfandi og í bígerð nokkur hlaðvörp sem við vekjum hér athygli á. MYRKA ÍSLAND OG ÞJÓÐLEGIR ÞRÆÐIR https://kjarninn.is/hladvarp/2018-09-20-thjodlegir-thraedir/ Þær stöllur Sigrún Elíasdóttir og Anna Dröfn Sigurjónsdóttir halda …

Nýstofnuð Áfangastaðastofa Vesturlands og stoðþjónusta ferðamála á Vesturlandi

SSV Fréttir

Fjórði þáttur Hlaðvarps SSV – Vesturlands í sókn er tileinkaður stoðgrind ferðamála á Vesturlandi, Markaðsstofu Vesturlands og nýstofnaðri Áfangastaðastofu Vesturlands. Margrét Björk Björnsdóttir sat fyrir svörum um málefni ferðamála á Vesturlandi, hvernig stoðþjónustan okkar virkar og hvernig við getum saman byggt upp öruggari, fjölbreyttari og sjálfbærari áfangastað hér á Vesturlandi. Allir unnendur ferðamála á Vesturlandi og uppbyggingu innviða munu hafa …

Fundað vegna ferjunnar Baldurs

SSV Fréttir

Fulltrúar frá Vestfjarðastofu, Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) og sveitarfélögum við Breiðafjörð hafa undanfarnadaga átt fundi með samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Vegamálastjóra og þingmönnum Norðvesturkjördæmis um stöðuna sem upp er komin vegna bilunar sem varð í Breiðafjarðaferjunni Baldri í síðustu viku. Eins og öllum er kunnugt varð bilun í aðalvél Baldurs sem varð til þess að ferjan varð vélarvana á miðjum …