Úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs Vesturlands

SSV Fréttir

Í ár verður Úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs í streymi frá Breiðinni á Akranesi föstudaginn 15. janúar. Í útsendingunni tilkynna Ólafur Sveinsson fagstjóri atvinnuráðgjafar og Sigursteinn Sigurðsson menningarfulltrúi um styrkhafa í flokkum atvinnu- og nýsköpunarstyrkja, menningarstyrkja og stofn- og rekstrarstyrkja til menningarverkefna. Boðið verður uppá tónlistaratriði auk þess sem Páll S. Brynjarsson framkvæmdastjóri SSV og Helena Guttormsdóttir formaður úthlutunarnefndar flytja ávörp. Þá munu …

Hæfnihringir: Fyrir konur í fyrirtækjaþjónustu á landsbyggðinni

SSV Fréttir

Hæfnihringir eru byggðir á aðferðafræði, sem kallast aðgerðanám, en það grundvallast á því að nota raunverulegar áskoranir, verkefni og tækifæri sem grunn fyrir lærdóm. Markmiðið er að aðstoða frumkvöðlakonur við að komast yfir hindranir með því að styrkja hæfni og færni þeirra, veita stuðning í formi fræðslu og hagnýtra tækja til eflingar og hvatningar ásamt því að efla tengslanet þeirra. Hringjunum er stýrt af leiðbeinendum í …

Covid úrræðin og þinn rekstur

SSV Fréttir

Þann 18. janúar næstkomandi bjóða KPMG og SSV til gagnvirks fróðleiksfundar um COVID úrræði stjórnvalda. Á fundinum verður stutt framsaga um helstu úrræðin sem eru í boði auk þess sem þátttakendum gefst færi á að spyrja sérfræðinga KPMG út í einstök atriði. Hugmyndin er að takmarka fjölda þátttakenda við 30 manns í von um gagnvirkt samtal þátttakenda og sérfræðinga KPMG. …

Vesturland – þrír mikilvægir málaflokkar sem þarf að ræða

SSV Fréttir

N4 hafði samband við framkvæmdastjóra landshlutasamtaka á dögunum og bað þá að nefna þau mál sem þeir telja að verði efst á baugi á þeirra svæði árið 2021. Á vefsíðu N4 má lesa viðtal við Pál Brynjarsson framkvæmdarstjóra SSV þar sem hann fer yfir þau  mál sem hann telur að að brýnt sé að ræða. N4 / Vesturland – þrír …

Kynningarfundur Rannís um styrki Tækniþróunarsjóðs

SSV Fréttir

Næsta mánudag, 11. janúar heldur Rannís rafrænan kynningarfund um styrki Tækniþróunarsjóðs með umsóknarfrest í febrúar – Hagnýt rannsóknarverkefni og Eurostars. Kynningin er viðeigandi fyrir einstaklinga, lítil og meðalstór fyrirtæki, rannsóknastofnanir og opinberar stofnanir. Dagskrá fundar og skráning eru á vef Rannís.  

Listagjöf um allt land!

SSV Fréttir

Listahátíð í Reykjavík, með stuðningi frá Mennta- og menningarmálaráðuneyti, býður upp á aðra útgáfu af hinu vel heppnaða verkefni Listagjöf – að þessu sinni um land allt! SSV lagði verkefninu lið sem er áframhald af listagjöf á höfuðborgarsvæðinu fyrr í vetur sem tókst með miklum ágætum. Frá og með hádegi næstkomandi mánudag, 14. desember, mun almenningur getað pantað Listagjöf fyrir ástvini á sérhönnuðu …

Sameiginlegur fundur Ungmennaráðs Vesturlands og stjórnar SSV

SSV Fréttir

Ungmennaráð Vesturlands og stjórn Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) héldu sameiginlegan fund miðvikudaginn 2. desember s.l.   Margt var til umræðu enda er hlutverk ungmennaráða að miðla upplýsingum og áherslum til sveitarstjórna. Meðal annars ræddi Ungmennaráð Vesturlands búsetumöguleika ungs fólks á Vesturlandi og hvað tæki við fyrir ungt fólk sem væri að ljúka námi og vildi setjast að í sinni heimabyggð. …

Skaginn 3X hlýtur Nýsköpunarverðlaun Vesturlands 2020

SSV Fréttir

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi afhentu í gær Nýsköpunarverðlaun Vesturlands fyrir árið 2020. Að þessu sinni var það Skaginn 3X sem hlaut verðlaunin. Undanfarin fjögur ár hafa Nýsköpunarverðlaun Vesturlands verið veitt fyrirtækjum sem þykja hafa komið fram með áhugaverðar nýjungar í rekstri. Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV)  hafa umsjón með valinu en sá háttur er hafður á að atvinnuráðgjafar SSV tilnefna …