Ný könnun landshlutasamtaka sveitarfélaganna á búsetuskilyrðum og hamingju landsmanna

Vífill Fréttir

Vestmannaeyjar, Akureyri og Eyjafjörður eru þau svæði sem best koma út í heildarstigagjöf í nýrri skoðanakönnun meðal íbúa landsins á búsetuskilyrðum, hamingju og viðhorfi til síns sveitarfélags. Að könnuninni stóðu landshlutasamtök sveitarfélaga á landinu ásamt Byggðastofnun og var hún gerð á íslensku, ensku og pólsku í september og október síðastliðnum. Niðurstöðurnar byggja á svörum frá 10.253 þátttakendum. Þetta er í …

Tvær tilnefningar til evrópskru arkitektarverðlaunanna frá Vesturlandi

SSV Fréttir

Nú hefur verið tilkynnt um tilnefningar til evrópsku arkitektaverðlaunanna, hinna virtu Mies van der Rohe EU Prize for Contemporary Achitecture. Þrjár íslenskar byggingar komast á þennan eftirsótta lista en af þeim eru tvær staðsettar á Vesturlandi. Þetta eru annars vegar Drangar sem er gistiheimili á Skógarströnd í Dalabyggð og eru hönnuð af arkitektastofunni Studio Granda. Hins vegar er það Guðlaug …

Opinn fundur: Eru tækifæri í smávirkjunum á Vesturlandi ?

SSV Fréttir

Miðvikudaginn 3. febrúar kl. 09:00 standa Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) fyrir opnum Teamsfundi um smávirkjanir á Vesturlandi.  Á fundinum munu þeir Arnar Bergþórsson og Arnar Már Björgvinsson frá fyrirtækinu Arnarlæk kynna skýrslu sem þeir unnu um smávirkjanir á Vesturlandi.  Í skýrslunni er farið yfir frumúttekt á valkostum fyrir smávirkjanir á Vesturland, en alls voru 70 valkostir skoðaðir.  Að auki …

Hinsegin Borgarbyggð

SSV Fréttir

Árið 2020 fékk verkefnið „Hinsegin Borgarbyggð“ styrk úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands en verkefnið gengur út á að halda Gleðigöngu í Borgarnesi sem var fyrirhuguð sumarið 2020. En eins og svo mörg verkefni fór Gleðigangan á ís vegna heimsfaraldursins. Nú í ár er undirbúningur hafin á ný og hefur vaxið fiskur um hrygg, en í tilefni Gleðigöngunar hafa skipuleggjendur ákveðið að stofna …

Ratsjáin: Nýsköpunar- og þróunarverkefni Íslenska ferðaklasans

SSV Fréttir

Ratsjáin hófst með formlegum hætti nú í byrjun janúar. Um 80 fyrirtæki á landinu öllu voru samþykkt til þátttöku í verkefninu þar af eru af Vesturlandi þátttakendur frá 19 fyrirtækjum.  Ratsjáin,  nýsköpunar- og þróunarverkefni Íslenska ferðaklasans og landshlutasamtaka er átta vikna námskeið ætlað stjórnendum í ferðaþjónustu og tengdum greinum.  Námskeiðið fer fram í gegnum fjarfundarbúnað og kennt er í tveggja …

Eftirlit Umhverfisstofnunar í Fíflholtum

SSV Fréttir

Umhverfisstofnun framkvæmdi árvisst eftirlit sitt í Fíflholtum í október s.l.  Í skýrslu stofnunarinnar sem kynnt var nýverið kom fram  að engin frávik hefðu komið fram við eftirlitið og engar athugasemdir gerðar.  Jafnframt kemur fram að unnið sé að úrbótaáætlun sem sett var fram árið 2019 er varðar fokvarnir, veiðafæraúrgang og yfirfallsvatn.  Skýrsluna í heild sinni má nálgast hér: Eftirlitsskýrsla Umhverfisstofnunar …

Rúmlega 43 milljónum kr. úthlutað til 92 verkefna

SSV Fréttir

Í dag 15. janúar voru veittir 92 verkefnastyrkir úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands til verkefna sem efla munu atvinnuþróun og menningu í landshlutanum. Heildarupphæð styrkja nam 43.270.000 króna. Þetta er sjöunda árið sem sjóðurinn úthlutar styrkjum til annars vegar menningarverkefna og hins vegar atvinnu- og nýsköpunarverkefna í samræmi við Sóknaráætlun Vesturlands. Í ár var úthlutunarhátíðin rafræn og send úr á youtube rás …

Nýr Hagvísir um tekjur sveitarfélaga á tímum COVID

Vífill Fréttir

Í dag kom út nýr Hagvísir Vesturlands og ber hann titilinn Fjármál sveitarfélaga: Atvinnuleysi og tekjur sveitarfélaga. Viðfangsefni þessa Hagvísis er að leita vísbendinga fyrir áhrifum atvinnuleysis á tekjur sveitarfélaga á Vesturlandi. Núverandi kreppa var hvatinn að þessari vinnu. Hvert og eitt sveitarfélag á Vesturlandi var skoðað sérstaklega og stuðst við tölur Sambands íslenskra sveitarfélaga aftur í tímann. Þar munaði …

Úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs Vesturlands

SSV Fréttir

Í ár verður Úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs í streymi frá Breiðinni á Akranesi föstudaginn 15. janúar. Í útsendingunni tilkynna Ólafur Sveinsson fagstjóri atvinnuráðgjafar og Sigursteinn Sigurðsson menningarfulltrúi um styrkhafa í flokkum atvinnu- og nýsköpunarstyrkja, menningarstyrkja og stofn- og rekstrarstyrkja til menningarverkefna. Boðið verður uppá tónlistaratriði auk þess sem Páll S. Brynjarsson framkvæmdastjóri SSV og Helena Guttormsdóttir formaður úthlutunarnefndar flytja ávörp. Þá munu …

Hæfnihringir: Fyrir konur í fyrirtækjaþjónustu á landsbyggðinni

SSV Fréttir

Hæfnihringir eru byggðir á aðferðafræði, sem kallast aðgerðanám, en það grundvallast á því að nota raunverulegar áskoranir, verkefni og tækifæri sem grunn fyrir lærdóm. Markmiðið er að aðstoða frumkvöðlakonur við að komast yfir hindranir með því að styrkja hæfni og færni þeirra, veita stuðning í formi fræðslu og hagnýtra tækja til eflingar og hvatningar ásamt því að efla tengslanet þeirra. Hringjunum er stýrt af leiðbeinendum í …