Kynningarfundur um samfélagslegan ávinning af landsátakinu Ísland ljóstengt

SSV Fréttir

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og Fjarskiptasjóður bjóða til kynningarfundar á netinu miðvikudaginn 12. maí kl. 13:00-14:00 um einstakan árangur af landsátakinu Ísland ljóstengt á síðustu árum. Átakið hefur þegar bylt forsendum búsetu og atvinnurekstrar í sveitum landsins. Fundurinn er haldinn í tilefni af úthlutun síðustu styrkja til sveitarfélaga á grundvelli landsátaksins Ísland ljóstengt um ljósleiðarauppbyggingu í dreifbýli utan markaðssvæða. Þá verður …

Stjórn SSV bókar um rekstur hjúkrunarheimila

SSV Fréttir

Stjórn SSV ræddi stöðu hjúkrunarheimila á stjórnarfundi þann 28. apríl síðast liðinn.  Umræðan er í ljósi niðurstöðu skýrslu verkefnastjórnar um greiningu á rekstrarkostnaði hjúkrunarheimila og eftir umræðu samþykkti stjórn SSV svohljóðandi bókun: Í nýrri skýrslu sem unnin var af verkefnisstjórn, skipaðri af heilbrigðisráðherra til að greina rekstur hjúkrunarheimila, kemur skýrt fram að reksturinn hefur verið vanfjármagnaður undanfarin ár. Í skýrslunni …

Fjölmiðlar og landsbyggðir – málstofa í streymi

SSV Fréttir

Landshlutasamtök sveitarfélaga standa fyrir málstofu um fjölmiðla og landsbyggðir miðvikudaginn 12. maí kl. 9-10:30. Fjallað verður meðal annars um vægi og birtingarmyndir íbúa á landsbyggðunum í frétta- og dagskrárefni, mikilvægi staðbundinna fjölmiðla, hlutverk og skyldur almannaþjónustumiðla gagnvart dreifðum byggðum og farið yfir dæmi frá Norðurlöndum. Viðburðurinn er haldinn í samstarfi við Byggðastofnun, RÚV, Háskólann á Akureyri og mennta- og menningarmálaráðuneytið. …

Hlaðvarpsþáttur vikunnar: Hvað verður um vestlenskt sorp?

SSV Fréttir

Þáttur vikunnar í  Hlaðvarpi SSV – Vesturland í sókn er komin í loftið Hrefna B. Jónsdóttir, framkvæmdarstjóri Sorpurðunar Vesturlands, segir okkur frá því hvað verður um sorpið sem vestlenskir íbúar henda, hvað gerist í Fíflholtum og hvað felst í rekstri Sorpurðunar Vesturlands. Það er í mörg horn að líta þegar sorpmál eru annars vegar enda málaflokkurinn í sífelldri þróun og …

Sjávarkapers er fyrsti samstarfsviðburðurinn í Viðburðadagskrá Vesturlands 2021

SSV Fréttir

Bændur á Bjarteyjarsandi í samstarfi við Crisscross matarferðir buðu til fjöruferða í Hvalfirði í apríl sl. þar sem Eydís Mary Jónsdóttir land- og umhverfisfræðingur og Hinrik Carl Ellertsson meistarakokkur, höfundar bókarinnar “Íslenskir matþörungar” fóru um fjöruna á Bjarteyjarsandi í Hvalfirði þar sem þau fræddu sælkera um klóþang og aðra fjöruþörunga. Sóknaráætlun Vesturlands var samstarfsaðili í verkefninu og það er gleðilegt …

Viðburðir á Vesturlandi 2021- SPURT OG SVARAÐ fundur

SSV Fréttir

Sóknaráætlun Vesturlands hefur ákveðið að styðja við viðburðadagskrá á Vesturlandi 2021. Þetta verkefni er unnið í framhaldi af svipuðu verkefni sem hleypt var af stokkunum með stuttum fyrirvara í fyrra. Við bjóðum nú upp á rafrænan fund þar sem hægt verður að spyrja út í framkvæmdina en fundurinn er beint framhald af kynningunni sem nálgast má á Facebook síðu SSV …

Vesturland í sókn – Kári Viðars er viðmælandi vikunnar í hlaðvarpi SSV

SSV Fréttir

Áfram heldur Hlaðvarp SSV – Vesturland í sókn og í þætti vikunnar settist Sigursteinn Sigurðsson niður með Kára Viðarssyni eða Kára í Frystiklefanum eins og hann er jafnan kallaður. Kári er eigandi og rekstraraðili menningarhússins Frystiklefinn, sem er í senn leikhús, tónlistarhús, hostel, bar og ýmislegt fleira! Frystiklefinn hefur nú þegar sannað sig sem mikið menningarverðmæti fyrir heimamenn og alla …

Til hamingju Skessuhorn

SSV Fréttir

Á dögunum var Skessuhorn valið til þátttöku í norrænum viðskiptahraðli á vegum Facebook sem er áhugavert verkefni til eflingar fyrir fjölmiðla . Aðeins 16 fjölmiðlar voru valdir úr hópi hundruða umsókna og Skessuhorn var eini íslenski fjölmiðillinn sem varð fyrir valinu. SSV óskar Skessuhorni innilega til hamingju með árangurinn og sendir óskir um velgengni í verkefninu. Frétt á vef Skessuhorns

Sorpurðun Vesturlands: Nýr sorptroðari í Fíflholtum

SSV Fréttir

Sorpurðun Vesturlands hf.  festi nýlega kaup á nýjum sorptroðara fyrir starfsemina í Fíflholtum.  Hann leysir eldri sorptroðara af hólmi sem var keyptur árið 2007. Troðarinn er 36,4 tonn að þyngd og kostaði 73,5 milljónir króna. Segja starfsmenn í Fíflholtum að um mikla breytingu sé að ræða við að fá svo nýtt og kraftmikið tæki sem nýi troðarinn er.  Sorptroðarinn er …

Endurskoðun á Menningarstefnu Vesturlands í fullum gangi

SSV Fréttir

Í lok síðustu viku fór fram fimmta og síðasta pallborðstreymi þar sem kaflar Menningarstefnu Vesturlands voru teknar til umfjöllunar. Á öll fimm pallborðin var fólki boðin þátttaka sem hafa reynslu og þekkingu á málefnunum sem tekin voru til umfjöllunar hverju sinni. Áhorfendum gafst tækifæri á að senda inn ábendingar, hugmyndir og hugleiðingar í gegnum Facebook síðu SSV og í gegnum …