Kynningar- og vinnufundur í Stykkishólmi 25.04.2023 – Upptökur frá erindum

SSV Fréttir

Fundarboð var sent út á hagaðilalista allra þjónustusvæða á Snæfellsnesi og fundurinn kynntur með opinni frétt á www.west.is og færslu á facebook – allir áhugasamir gátu skráð sig á fundinn og 39 aðilar mættu. Þátttakendur á fundinum kynntu sig og verkefnisstjóri kynnti verkefnið og hvað lægi fyrir fundinum. Byrjað var á erindum, fyrirspurnum og umræðum, síðan var matarpása þar sem …

Viðvera atvinnuráðgjafa í Dalabyggð

SSV Fréttir

Ólafur Sveinsson atvinnuráðgjafi SSV verður   í stjórnsýsluhúsinu að Miðbraut 11,  þriðjudaginn 2. maí    n.k. kl. 13:00 – 15:00. Sími: 892-3208 netfang: olisv@ssv.is  

Málþing um Menningarstefnu Vesturlands fer fram í Stykkishólmi

SSV Fréttir

Menningarstefna Vesturlands var formlega samþykkt í byrjun árs 2021 og er hún í gildi til 2024. Stefnan er áhersluverkefni Sóknaráætlunnar Vesturlands. Að stefnunni komu fulltrúar níu sveitarfélaga á Vesturlandi auk fjögurra aðila starfandi í menningartengdum atvinnugreinum í landshlutanum. Stefnan er endurskoðun eldri menningarstefnu Vesturlands, en að þessu sinni var gerð að megináherslu að efla menningartengdar atvinnugreinar auk þess sem sérstök …

Rúmar 50 milljónir í uppbyggingu ferðamannastaða á Vesturlandi

SSV Fréttir

6 verkefni á Vesturlandi hljóta styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða 2023 fyrir alls 50,8 milljónir. Alls hlutu 28 verkefni styrk en Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra tilkynnti um úthlutunina í Vík í Mýrdal þann 14. apríl síðastliðinn. Framkvæmdasjóður ferðamannastaða starfar samkvæmt lögum nr. 75/2011 og er markmið sjóðsins að stuðla að uppbyggingu, viðhaldi og verndun ferðamannastaða og ferðamannaleiða um land …

Kolefnishlutlaus Vestfjarðaleið

SSV Fréttir

Nýsköpunarviðburðurinn Hacking Vestfjarðaleiðin fer fram 22. apríl næstkomandi á Café Riis á Hólmavík og lýkur kl 20:00 um kvöldið með verðlaunaafhendingu. Hacking Hekla er samstarfsvettvangur og fyrsta röð lausnamóta fyrir landsbyggðina sem ferðast hringinn í kringum landið. Vettvangurinn Hacking Hekla varð til 2020 og hélt fyrsta lausnamótið á Suðurlandi það haust og í kjölfarið Hacking Norðurland vorið 2021, Hacking Austurland …

Ný búgrein í Dalabyggð

SSV Fréttir

Þriðjudaginn 11. apríl s.l. undirrituðu bændur á Miðskógi í Dölum og Reykjagarður hf. samstarfssamning um uppbyggingu kjúklingaeldis í Dalabyggð. Markmiðið er að auka fjölbreytni í atvinnulífi Dalanna til framtíðar og styðja við þann öfluga landbúnað sem þegar er stundaður á svæðinu. Fyrst um sinn munu bændur byggja eldishús fyrir u.þ.b. 13.000 kjúklinga og mun Reykjagarður leigja af þeim húsið og …